Lifað í lýðræði - page 37

35
.............................................................................................................................................................................................................................................................................
1. kafli – Sjálfsmynd
Dreifiblað 1.1
(Hópur 2)
Hlutverkaleikur
Komið ykkur saman um fulltrúa úr ykkar hópi til að lesa upp dagbókarfærsluna
sem þið fenguð og hvert verkefni hópsins er.
Veljið annan fulltrúa úr hópnum til að skrá niðurstöðurnar og kynna þær fyrir
bekknum.
Færsla úr dagbókinni hans Magnúsar:
„Það er stór fótboltavöllur fyrir framan skólann okkar. Ég var mjög ánægður með það vegna þess að
mér finnst gaman í fótbolta. Ég tók því boltann minn með og ætlaði að æfa mig aðeins. Ég var rétt
búinn að skjóta eitt eða tvö skot á markið þegar húsvörðurinn stoppaði mig. Hann var öskureiður
og spurði hvort ég væri ekki læs. Ég hafði ekki tekið eftir skilti þar sem stóð að völlurinn væri lok-
aður eftir rigningu. Ég var í svo miklu uppnámi að ég fór heim án þess að segja eitt einasta orð.“
Verkefni:
1. Takið saman lista yfir lýsingarorð sem þið teljið að skólafélagar Magnúsar myndu nota til að
lýsa honum (hafið hugstormun í hópnum ykkar).
2. Hvernig haldið þið að nemandi í sama bekk og Magnús tali um hann við aðra nemendur? Æfið
stutt atriði sem þið getið leikið fyrir bekkinn.
1...,27,28,29,30,31,32,33,34,35,36 38,39,40,41,42,43,44,45,46,47,...212
Powered by FlippingBook