Lifað í lýðræði - page 47

45
...................................................................................................................................................................................................................................................................................
2. kafli – Jafnrétti
Kennarinn biður einn fulltrúa úr hverjum hópi að skrifa svör sín við lista A á töfluna. Hann biður
síðan nemendur að virða svörin fyrir sér og bera þau lauslega saman við eigin svör. Sjá þeir mun
á þeim? Geta þeir bent á einhver atriði sem gera þau ólík?
Nú biður kennarinn nemendur að svara næstu spurningalotu því að nú er komið að lista B. Aftur
er fulltrúi úr hverjum hópi beðinn að skrifa svör sín á töfluna, fyrir neðan bókstafina.
Hvers vegna er sáralítill munur á hópunum núna? Kennarinn spyr nemendur hvort þeir geti bætt
við fleiri atriðum sem séu flestum þeirra sameiginleg.
Kennarinn lætur hvern hóp fá stórt blað og merkipenna fyrir framhaldsverkefnið. Viðfangsefni
þeirra er eftirfarandi:
1. Nefna þrjú dæmi um aðstæður þegar gott er að vera eins og aðrir. Segja hvers vegna þeim finnst
það gott.
2. Nefna þrjú dæmi um aðstæður þegar gott er að vera öðruvísi en aðrir. Segja hvers vegna þeim
finnst það gott.
Ef þörf krefur sýnir kennarinn hvernig setja má niðurstöður nemenda skipulega fram í eins konar
„hugsunarramma“.
Aðstæður þegar gott er að vera eins og aðrir
Hvers vegna?
a)
b)
c)
Aðstæður þegar gott er að vera öðruvísi en aðrir Hvers vegna?
a)
b)
c)
Síðan biður kennarinn hópana að finna þrjú dæmi um aðstæður þegar óþægilegt er að vera öðru-
vísi en aðrir. Og enn á ný eiga þeir að segja hvers vegna þeir haldi að svo sé. Hvaða tilfinningar
vakna?
Aðstæður þar sem óþægilegt er að vera öðruvísi
en aðrir.
Hvers vegna?
a)
b)
c)
Kennarinn spyr síðan nemendur hvaða hópa „öðruvísi“ fólks sé stundum komið illa fram við og
hverjir geri það.
1...,37,38,39,40,41,42,43,44,45,46 48,49,50,51,52,53,54,55,56,57,...212
Powered by FlippingBook