Lifað í lýðræði - page 53

51
...................................................................................................................................................................................................................................................................................
2. kafli – Jafnrétti
Kennslustundin
Bekknum er skipt í fjögurra eða fimm manna hópa. Hver hópur fær eina af sögunum þremur sem
eru á dreifiblaði 2.2. Þegar nemendur hafa lokið lestrinum eru þeir beðnir að fjalla um spurn-
ingarnar sem fylgja sögunum.
Kennarinn stýrir síðan stuttum lokaumræðum um hverja sögu og biður talsmann hvers hóps að
gefa stutt yfirlit yfir þá sögu sem kom í hans hlut og kynna niðurstöðurnar.
Að því loknu biður kennarinn nemendur að lesa yfirlitið og textann á töflunni vandlega og nefna
síðan tvö dæmi um mismun kynjanna og önnur tvö dæmi um mismunandi kynhlutverk til að
tryggja að allir skilji skilgreiningarnar sem settar eru fram.
Kyn
Kyngervi
Líffræðilega ákveðið
Félagslega skilgreint
Óbreytanlegt
Getur breyst
„Kyn vísar til náttúrulegs breytileika sem grundvall-
ast á líffræðilegum eiginleikum kvenna og karla.“
„Kyngervi er hugtak sem segir til um félagslegan,
en ekki líffræðilegan, mun kynjanna sem er áunn-
inn, getur breyst í tímans rás og er afar mismunandi
með tilliti til sögulegra, menningarlegra, hefðbund-
inna, landfræðilegra, trúarlegra, félagslegra og efna-
hagslegra þátta.“
Þegar hóparnir koma aftur saman fá nemendur afhent stórt blað og merkipenna. Nú ræða þeir um
hvort þeim finnist skólinn þeirra stuðla að kynjajafnrétti eða ekki. Ef þeir eru sammála um að svo
sé þurfa þeir að leggja fram fimm dæmi máli sínu til stuðnings. En ef svarið er „nei“ þurfa þeir að
telja upp fimm atriði sem mætti bæta til að jafna rétt kynjanna í skólanum þeirra.
Allir hóparnir eru beðnir að kynna niðurstöður sínar.
Ef kennarinn vill framlengja verkefnið segir hann nemendum að þeir megi velja sér eina eða tvær
hugmyndir og setja upp áætlun um hvernig þær skuli útfærðar í skólanum. Áætlunin skal fela í sér
heildarmarkmið, þau skref sem taka þarf, ábyrgðaraðila og tímaáætlun.
Dæmi um áætlun
Heildarmarkmið:
……………………………………………………………………………
Hvað þarf að gera?
Hver á að framkvæma það? Hvenær þarf því að vera lokið?
1...,43,44,45,46,47,48,49,50,51,52 54,55,56,57,58,59,60,61,62,63,...212
Powered by FlippingBook