Lifað í lýðræði - page 61

59
...................................................................................................................................................................................................................................................................................
2. kafli – Jafnrétti
Dreifiblað 2.3
Skipskaðinn
Fyrsti hluti
„Rúmlega klukkustund leið frá fyrstu viðvörun þar til skemmtiferðaskipið „Queen Maddy“ sökk.
Því gátu farþegarnir undirbúið sig lítillega áður en þeir fóru í björgunarbátana. Fárviðri varð þess
valdandi að skipið rakst á olíuskip og sökk síðan. Um það bil hálfum sólarhring síðar náðu nokkrir
björgunarbátanna landi á lítilli klettaeyju. Hún var sporöskjulaga, um 1,5 km löng en helmingi
minni að breidd og þakin gróskumiklum skógi að hluta til. Engin önnur eyja var í augsýn. Einu
íbúarnir á þessari sólríku eyju voru eigendur hennar, Richalone-fjölskyldan, sem bjó þar í glæsilegu
húsi efst á eyjunni.
Þessi fjölskylda hafði sest að á eyjunni fyrir mörgum árum síðan og verið í litlu sambandi við
umheiminn; fékk einungis sendar matarbirgðir einu sinni í mánuði, ásamt eldsneyti og öðrum
nauðsynjum. Líf þeirra var vel skipulagt: þau framleiddu rafmagn til eigin nota, höfðu efni á því að
kaupa allan þann mat og drykkjarvörur sem þau þörfnuðust og höfðu yfir öllum nútímaþægindum
að ráða. Eigandinn hafði verið mikils metinn kaupsýslumaður á árum áður. Eftir deilur við yfirvöld
vegna skattamála hafði hann orðið svo vonsvikinn að hann ákvað í kjölfarið að forðast öll sam-
skipti við annað fólk.
Eigandi einbýlishússins hafði séð björgunarbátana taka land á fallegu eyjunni hans og fór til móts
við skipbrotsmennina.“
Annar hluti
„Eigandi eyjunnar ákvað að heimila skipbrotsmönnunum að vera um kyrrt um sinn. Hann ætlað-
ist þó til að þeir greiddu fyrir þjónustu og mat úr forðabúri hans. En hann neitaði að selja þeim
nokkurn skapaðan hlut á meðan til væri matur úr skipinu.
Skipbrotsmennirnir voru þrettán talsins. Það var Victor, konan hans Josepha, sem var barnshaf-
andi, og börnin þeirra tvö (þriggja og sjö ára gömul). Abramovitch, 64 ára, var auðugur skart-
gripasali. Hann var elstur í hópnum og átti engin skyldmenni eða vini. Hann var með heilmikið
af gullhringum, demöntum og öðrum verðmætum skartgripum með sér. John, Kate, Leo og Alfred
voru fjórir ungir vinir, sem voru sterkir, hraustir og mjög laghentir. Þeir höfðu búið saman í eins
konar félagslegu húsnæði og höfðu sjálfir gert upp húsið sem þeir bjuggu í.
Lögfræðingurinn Maria, sem vann hlutastarf í háskólanum, átti mjög erfitt með gang vegna meiðsla
í vinstri fæti og mjöðm (hún hafði lent í slysi). Hún var á ferð með Max, sem var aðstoðarmaður
hennar í háskólanum, á leið til Bandaríkjanna til að flytja fyrirlestur á ráðstefnu og ræða um útgáfu
bókar við bókaútgefanda. Þau voru bæði sérfræðingar í refsirétti en ekki mikið hagleiksfólk. Síðast
ekki síst voru það Marko og unnusta hans Vicky, sem bæði voru skipverjar og höfðu á síðustu
stundu tekið eins mikið með sér og þau mögulega gátu úr birgðageymslu skipsins: dósamat, kex,
olíu og nokkrar steikarpönnur. Allir skipsbrotsmennirnir voru með peninga á sér en bátsmaðurinn
Marko var með háa upphæð sem hann hafði stolið úr íbúð þar sem skipið kom síðast í höfn.
Á eyjunni var lítill, gamall kofi sem stóð í hlíðinni rétt við sjóinn. Þar var einungis eitt herbergi þar
sem tvær eða þrjár manneskjur gátu búið við frumstæðar aðstæður.“
1...,51,52,53,54,55,56,57,58,59,60 62,63,64,65,66,67,68,69,70,71,...212
Powered by FlippingBook