Lifað í lýðræði - page 71

69
.......................................................................................................................................................................................................................................................................
3. kafli – Fjölbreytileiki
2. kennslustund
Hvers vegna er fólk ósammála?
Hvað veldur ólíkum skoðunum?
Markmið
Að nemendur séu færir um að velta fyrir sér ástæðum þess að fólk hafi ólíkar skoðanir á mikil-
vægum málum.
Að nemendur geti rætt umdeild málefni.
Að nemendur geti íhugað hvaða gildi eru nauðsynleg forsenda lýðræðislegra samfélaga.
Verkefni nemenda
Nemendur setja fram og verja skoðanir sínar á ýmsum málum.
Nemendur greina hvað veldur ósamkomulagi um málefni sem eru almennt umdeild.
Nemendur ígrunda hvað hefur áhrif á þeirra eigið gildismat.
Nemendur búa til leiðbeiningar um hvernig auka skal virðingu fyrir fjölhyggju og tryggja að fjallað
sé um opinber málefni af virðingu.
Gögn
Stórir merkimiðar fyrir „fjögurra horna“ æfinguna.
Aðferðir
Umræður.
Ígrundun.
Gagnrýnin hugsun.
Reglur búnar til í sameiningu.
Lykilhugtak
Fjölhyggja
: Fjölhyggja er ríkjandi í þjóðfélögum sem hafa ekki sett sér eina opinbera stefnu
varðandi hagsmuni, gildi eða trúarbrögð. Þegnarnir eiga rétt á að vera frjálsir hugsana sinna,
samvisku og trúar, sem og rétt til tjáningarfrelsis. Eina undantekningin er sú að skoðanir sem
ógna skoðanafrelsi annarra brjóta í bága við lögin og líðast ekki. Ríki sem heimilar aðeins ein
eða jafnvel engin trúarbrögð er ekki fjölhyggjuríki.
1...,61,62,63,64,65,66,67,68,69,70 72,73,74,75,76,77,78,79,80,81,...212
Powered by FlippingBook