Lifað í lýðræði - page 65

63
.......................................................................................................................................................................................................................................................................
3. kafli – Fjölbreytileiki
óskráða félagslega samkomulagi sem ekkert lýðræðisríki getur án verið. Menntun á sviði lýð-
ræðislegrar borgaravitundar og mannréttinda getur stuðlað að því að nemendur móti með sér þann
skilning, viðhorf og færni sem þeim er nauðsynlegt til að verða virkir þjóðfélagsþegnar.
Að kenna um fjölbreytileika og fjölhyggju
Stuðla skal að því að nemendur sem fá kennslu í lýðræðislegri borgaravitund (MLB) öðlist skilning
á því hvað felst í fjölbreytileika af félagslegum og pólitískum toga eða á grundvelli trúarbragða
eða kynþátta. Efla ber skilning þeirra á þeim áskorunum sem slíkur fjölbreytileiki getur haft í för
með sér. Þar sem fordóma má að miklu leyti rekja til vanþekkingar og skilningsleysis má draga
verulega úr ofstæki með skynsamlegum rannsóknum á viðhorfum í ljósi þekkingar og með aukinni
samkennd.
Að kenna í þágu fjölbreytileika og fjölhyggju
Nemendur þurfa einnig að æfa sig í lýðræðislegum umræðum til að læra hvernig slíkar umræður
fara fram. Þegar fjallað er um lýðræðislega borgaravitund ætti því að nota hvert tækifæri til að fá
nemendur til að greina frá skoðunum sínum á málum (hversu lítilfjörleg sem þau eru) og færa rök
fyrir sjónarmiðum sínum. Með því að hlusta og bregðast við skoðunum annarra á sömu málefnum
auka nemendur ekki aðeins eigin færni í að greina mál og tjá sig um þau, þeir þróa einnig með
sér nauðsynlegt umburðarlyndi gagnvart siðferðilegum og pólitískum fjölbreytileika. Þeir læra
að sætta sig við að ósamkomulag og deilumál eigi sér stað og þeir munu einnig gera sér ljóst að
málamiðlun er nauðsynleg og átta sig á muninum á réttlátri og óréttlátri málamiðlun. Þeir þurfa
að einbeita sér að vandamálunum og sýna fólki virðingu, burt séð frá skoðunum og hagsmunum.
Með reynslunni af því hvernig lýðræðislegar umræður fara fram læra nemendur einnig að nauðsyn-
legt er að fylgja tilteknum grunnreglum ef umræður eiga að vera opnar og heiðarlegar, sem dæmi
má nefna:
• öllum þátttakendum sem hafa eitthvað til málanna að leggja skal gert kleift að koma því til
skila;
• hlusta skal af virðingu á það sem aðrir hafa að segja;
• þátttakendur skulu andmæla röksemdum en ekki fólki;
• þátttakendur skulu taka þátt í umræðum með því hugarfari að þeir kunni að skipta um
skoðun;
• umræður andstæðinga, þar sem þátttakendur rökræða út frá einhliða sjónarhorni, skila oft
minni árangri en könnunarviðræður þar sem markmiðið er ekki að „standa uppi sem sigur-
vegari“ heldur að „öðlast betri skilning á vandamálinu“.
MLB er því námsþáttur sem mikilvægt er að ræða um og velta fyrir sér fremur en að settur sé fram
einhver algildur sannleikur. Hvað kennsluaðferðir snertir þarf kennarinn því að móta með sér hæfni
til að fá nemendur til að hugsa sjálfstætt í stað þess að hann sé leiðandi aðilinn. Rannsóknir benda
til þess að nemendur láti fremur ljós sitt skína í kennslustundum ef kennararnir halda sig til hlés.
1...,55,56,57,58,59,60,61,62,63,64 66,67,68,69,70,71,72,73,74,75,...212
Powered by FlippingBook