Lifað í lýðræði - page 58

56
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Dreifiblað 2.1
Saga Vesnu
„Ég sá auglýst eftir aðstoðarmanneskju við afgreiðslu í glugga á fatabúð. Viðkomandi átti að vera á
aldrinum 18 til 20 ára. Ég er 19 þannig að ég fór inn og spurði verslunarstjórann um starfið. Hún
sagði mér að koma aftur eftir tvo daga vegna þess að það hefðu ekki nógu margir sótt um.
Ég mætti tvisvar á staðinn en fékk sama svarið. Um það bil viku síðar fór ég aftur í búðina. Aug-
lýsingin var enn í glugganum. Verslunarstjórinn var of upptekinn til að hitta mig en mér var sagt
að búið væri að ráða í starfið.
Ég var í svo miklu uppnámi eftir þetta að ég bað vinkonu mína sem ekki er af rómaættum að fara
og spyrjast fyrir um starfið. Þegar hún kom þaðan sagði hún mér að hún hefði verið beðin að mæta
í viðtal næsta mánudag.“
Spurningar
1. Hvernig myndi ykkur líða ef þið lentuð í því sem Vesna varð fyrir? Hvernig mynduð þið
bregðast við ef vinkona ykkar segði ykkur að hún hefði verið boðuð í viðtal?
2. Hvers vegna haldið þið að verslunarstjórinn hafi hegðað sér svona? Teljið þið að um einhvers
konar mismunun sé að ræða? Hvers vegna (eða hvers vegna ekki)?
3. Hvað gat Vesna gert í málinu? Haldið þið að hún hefði getað gert eitthvað öðruvísi? Hvað
hefðu aðrir getað gert til að hjálpa henni?
4. Haldið þið að löggjöfin nái til slíkra tilvika? Hvernig ættu lögin að vera?
5. Gæti þetta komið fyrir hér á landi? Ef svo er, hvaða hópar yrðu þá fyrir því?
1...,48,49,50,51,52,53,54,55,56,57 59,60,61,62,63,64,65,66,67,68,...212
Powered by FlippingBook