Lifað í lýðræði - page 55

53
...................................................................................................................................................................................................................................................................................
2. kafli – Jafnrétti
Kennslustundin
Kennarinn útskýrir fyrir nemendum að hann ætli að afhenda þeim sögu sem skiptist í fjóra hluta og
þegar hver hluti hafi verið lesinn verði rætt um hann. Kennarinn gæti einnig lesið söguna upphátt.
Síðan lætur kennarinn tvo og tvo nemendur vinna saman og afhendir þeim fyrsta hluta sögunnar á
dreifiblaði 2.3. Hann getur annaðhvort lesið hann upphátt, beðið einhvern nemanda að lesa hann,
eða látið nemendurna lesa hann í hljóði.
Eintak kennarans: fyrsti hluti
„Rúmlega klukkustund leið frá fyrstu viðvörun þar til skemmtiferðaskipið „Queen Maddy“ sökk.
Því gátu farþegarnir undirbúið sig lítillega áður en þeir fóru í björgunarbátana. Fárviðri varð
þess valdandi að skipið rakst á olíuskip og sökk.
Um það bil hálfum sólarhring síðar náðu nokkrir björgunarbátanna landi á lítilli klettaeyju. Hún
var sporöskjulaga, um 1,5 km löng en helmingi minni að breidd og þakin gróskumiklum skógi
að hluta til. Engin önnur eyja var í augsýn. Einu íbúarnir á þessari sólríku eyju voru eigendur
hennar, Richalone-fjölskyldan, sem bjó í glæsilegu húsi efst í hlíðum eyjarinnar.
Þessi fjölskylda hafði sest að á eyjunni fyrir mörgum árum og verið í litlu sambandi við umheim-
inn; fékk einungis sendar matarbirgðir einu sinni í mánuði, ásamt eldsneyti og öðrum nauðsynj-
um. Líf þeirra var vel skipulagt: þau framleiddu rafmagn til eigin nota, höfðu efni á því að kaupa
allan þann mat og drykkjarvörur sem þau þörfnuðust og höfðu yfir öllum nútímaþægindum að
ráða. Eigandinn hafði verið mikils metinn kaupsýslumaður á árum áður. Eftir deilur við yfir-
völd vegna skattamála hafði hann orðið svo vonsvikinn að hann ákvað í kjölfarið að forðast öll
samskipti við annað fólk.
Eigandi einbýlishússins hafði séð björgunarbátana taka land á fallegu eyjunni hans og fór til
móts við skipbrotsmennina.“
Kennarinn segir nemendum að fyrsta atriðið sem þeir eigi að velta fyrir sér sé hvort eigandi eyj-
unnar sé siðferðilega skyldugur til að leyfa fólkinu að dvelja á eyjunni sinni. Til að auðvelda
nemendum að komast að niðurstöðu les kennarinn upp nokkrar staðhæfingar (sjá hér fyrir neðan)
og þeir sem vinna saman þurfa að koma sér saman um hverju þeir séu sammála og hvers vegna.
Nemendurnir ræða þetta, tveir og tveir í sameiningu, og skrifa svör sín niður.
A. Eigandinn getur bannað skipbrotsmönnunum að dvelja á eyjunni.
B. Eigandinn getur bannað skipbrotsmönnunum að dvelja á eyjunni svo lengi sem hann út-
vegar þeim nauðsynlegar matar- og drykkjarvörur.
C. Eigandinn getur bannað þeim sem ekki geta borgað honum (með peningum, skartgripum eða
vinnuframlagi) að dvelja á eyjunni.
D. Eigandinn verður að leyfa fólkinu að dvelja á eyjunni eins lengi og þörf krefur. Skip-
brotsmönnunum ber siðferðileg skylda til að virða einkalíf og eignir eigandans.
E. Eigandinn verður að heimila skipbrotsmönnunum ótakmarkaðan aðgang að eyjunni og líta
á þá sem meðeigendur.
Kennarinn gæti fengið viðbrögð frá bekknum með því að spyrja t.d. spurninga á borð við: „Hver
ykkar völdu staðhæfingu A?“ „Hve margir völdu staðhæfingu B?” „Hvers vegna?“
Kennarinn dreifir nú öðrum hluta sögunnar.
1...,45,46,47,48,49,50,51,52,53,54 56,57,58,59,60,61,62,63,64,65,...212
Powered by FlippingBook