Lifað í lýðræði - page 64

62
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
3. KAFLI FJÖLBREYTILEIKI OG FJÖLHYGGJA
Hvernig getur fólk lifað saman í sátt og samlyndi?
Í þessum kafla er sjónum beint að þremur lykilhugtökum: fjölbreytileika, fjölhyggju og lýðræði.
Kannað er hvernig þau tengjast til að stuðla að því að nemendur móti með sér þau viðhorf og leikni
sem þeir þarfnast til að geta tekið þátt í lýðræðislegu fjölhyggjusamfélagi.
Fjölhyggja vísar til grunngæða nútímasamfélagsins þar sem ýmiss konar trúarbrögð og stjórnmála-
skoðanir (en þó ekki hvaða trú eða skoðanir sem eru), þ.e. fjölbreytileiki, eru viðurkennd og þar sem
fyrirmyndarþjóðfélög, þar sem gert er ráð fyrir ýmsum stjórnmálaflokkum, samrýmast ef til vill
ekki hvert öðru. Sem dæmi má nefna að þeir sem tilheyra róttækum sósíalistaflokkum leitast við
að skapa samfélag sem væri þeim sem aðhyllast kapítalíska hægri vænginn fullkomlega framandi.
Í fjölhyggjusamfélagi hafa almenn áhrif ýmissa hefða og gilda, þar á meðal trúarbragða, dvínað.
Fólk getur, og verður, að gera upp við sig sjálft hvaða gildi það aðhyllist og hvernig það vill haga
lífi sínu. Fjölhyggjusamfélög gera því kröfur til fólks: einstaklingurinn kann að njóta persónulegs
frelsis í meira mæli en nokkru sinni fyrr en þarf aftur á móti að leggja harðar að sér við að miðla
málum og komast að samkomulagi um hlutina, en ekkert samfélag lifir af án þess. Þetta vekur
spurningar um hvaða stjórnmálakerfi bjóði upp á bestu skilyrði til ákvörðunartöku í opnu fjöl-
hyggjusamfélagi.
Í einræðiskerfi – flokkseinræði, klerkaveldi eða jafnvel alræði – er vandamálið leyst með því að fela
einum aðila (til dæmis flokki eða leiðtoga) vald til að ákveða fyrir hönd allra annarra hvað þjóni
best almannahagsmunum. Þannig er fjölhyggjunni vísað á bug með því að sneiða hjá henni – með
því að fórna einstaklingsfrelsinu. Ágreiningsmál sem upp kynnu að koma í fjölhyggjusamfélagi
eru þögguð niður, en fórnarkostnaðurinn er mikill: ýmis vandamál eru ekki leyst á réttan og sann-
gjarnan hátt þar sem þau eru ekki skilgreind nægilega skýrt.
Í lýðræðisríki koma þegnarnir sér í grundvallaratriðum saman um tilteknar meginreglur, þ.e. regl-
ur um starfshætti og réttindi sem þeir geta að ýmsu leyti verið ósammála um, en eru einnig þess
eðlis að hægt er að komast friðsamlega að samkomulagi um þær. Þannig stuðlar lýðræðið að friði
í fjölhyggjusamfélögum með því að takast á við ágreining á siðmenntaðan hátt í stað þess að
þagga hann niður. Unnið er að almennum hagsmunum í sameiningu og komist að samkomulagi
um þá í stað þess að þeir séu fyrir fram skilgreindir af einhverjum einum aðila eða flokki. Eðlilegt
er að ósamkomulag og ágreiningur komi upp og það er á engan hátt til skaða svo framarlega sem
hlutirnir fara ekki úr böndunum. Í lýðræðislegu stjórnfyrirkomulagi njóta þegnarnir því grund-
vallarréttinda á borð við það að vera frjálsir hugsana sinna, samvisku og trúar. Þegar þeir nýta
sér þessi réttindi getur risið upp ágreiningur og þeir verða að komast að samkomulagi til að leysa
málið. Til að tryggja að þeir komi sér saman um reglur um lausn ágreiningsmála er öllum þegnum
í fjölhyggjusamfélögum skylt að gera með sér félagslegt samkomulag um að hlíta félagslegum og
pólitískum samningum í viðkomandi þjóðfélagi.
Slíkt samkomulag styðst við þá reglu að meirihlutinn skuli ráða. Meðal sumra minnihlutahópa er
ókosturinn við þetta sá að róttækar skoðanir þeirra fá ef til vill aldrei fylgi í kosningum. Á hinn
bóginn tryggja slík samfélög pólitískum minnihlutahópum réttinn til að setja sér lögleg pólitísk
markmið án afskipta ríkisins. Í fjölhyggjulýðræði er sá möguleiki því ávallt fyrir hendi að róttæk
stjórnvöld komist til valda og kunni að reisa skorður við aðgerðum pólitískra andstæðinga sinna.
Þess vegna er mikilvægt að stjórnarskrár lýðræðisríkja byggist á lögum um mannréttindi og frelsi.
Öllum kynslóðum er nauðsynlegt að skilja þau flóknu verkefni sem fjölhyggjusamfélög standa
frammi fyrir og hvernig takast má á við þau í lýðræðisríki. Þar á meðal er virðingin fyrir hinu
1...,54,55,56,57,58,59,60,61,62,63 65,66,67,68,69,70,71,72,73,74,...212
Powered by FlippingBook