Lifað í lýðræði - page 60

58
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
3. saga
„Ég er ungur verkfræðingur sem sótti um starf sem deildarstjóri viðhaldsdeildar í verksmiðju sem
framleiðir byggingarefni. Mér var boðið að taka þátt í almennum, tæknilegum og sálfræðilegum
prófum ásamt 24 umsækjendum sem allir voru karlmenn, nema ég. Að því loknu voru fimm valdir
til að fara í viðtal hjá framkvæmdastjóranum. Þó að ég hefði lent í þriðja sæti í prófunum var
ég ekki meðal þeirra (kunningi minn sem vinnur í starfsmannadeildinni trúði mér fyrir því). Ég
minntist ekki orði á þetta en reyndi að ná tali af framkvæmdastjóranum. Þegar mér tókst að ná
sambandi við hann spurði ég hvort skipt hefði máli að ég væri kona. Hann neitaði því en sagðist
þó verða að viðurkenna að konur yrðu oft barnshafandi eftir nokkur ár og að í tilteknum störfum
gæti það komið sér illa. Hann bætti við að þetta starf væri sérstaklega erfitt fyrir konur þar sem
allir starfsmenn tækniteymisins væru karlar og þeir væru frekar óheflaðir í framkomu. Ég ætti að
vera þakklát fyrir að hafa ekki orðið fyrir valinu.“
Spurningar
1. Getið þið ímyndað ykkur að þetta gæti átt sér stað í fyrirtæki í heimabyggð ykkar?
2. Ímyndið ykkur að þið séuð þessi kona: hvað mynduð þið vilja segja við framkvæmdastjór-
ann?
3. Haldið þið að framkvæmdastjórinn sé í þessu tilviki að brjóta landslög? Ef svo er, hvernig
gætuð þið sannað það?
„Hvers kyns mismunun á grundvelli kynferðis í ráðningarferli, starfsauglýsingum, vali á starfs-
krafti, ráðningu og frávísun, brýtur í bága við það sem lög kveða á um.
1...,50,51,52,53,54,55,56,57,58,59 61,62,63,64,65,66,67,68,69,70,...212
Powered by FlippingBook