Lifað í lýðræði - page 51

49
...................................................................................................................................................................................................................................................................................
2. kafli – Jafnrétti
Kennarinn segir nemendum að í Mannréttindasáttmála Evrópu (14. grein) sé kveðið á um eftir-
farandi: „Réttindi þau og frelsi, sem lýst er í samningi þessum, skulu tryggð án nokkurs mann-
greinarálits, svo sem vegna kynferðis, kynþáttar, litarháttar, tungu, trúarbragða, stjórnmála eða
annarra skoðana, þjóðernis eða þjóðfélagsstöðu, tengsla við þjóðernisminnihluta, eigna, uppruna
eða annarrar stöðu“; og að í 2. grein Mannréttindayfirlýsingarinnar segi: „Allir eiga kröfu á réttind-
um þeim og því frelsi sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari og skal þar engan greinarmun gera vegna
kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis,
uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna.“
Kennarinn spyr síðan nemendur hvað þessar greinar segi um aðstæður Vesnu. Hann lýkur tímanum
með því að segja nemendum hvernig saga Vesnu endaði í raun og veru.
Sögulokin
„Vesna fór með málið fyrir Evrópudómstóllinn sem tryggir að farið sé að lögum um mismunun.
Dómstóllinn féllst á að henni hefði verið mismunað. Ýmsir aðrir, sem einnig áttu heima langt
frá versluninni, höfðu verið kallaðir í viðtal. Stúlkan sem fékk starfið var aðeins 16 ára gömul,
hún var hvít, og átti heima jafnlangt frá versluninni og Vesna. Verslunin varð að greiða Vesnu
tiltekna bótaupphæð fyrir að hafa sært tilfinningar hennar.“
Í framhaldinu biður kennarinn nemendur að skrifa verslunarstjóranum eða borgarstjóranum bréf.
Hann aðstoðar þau við að tjá sig, bæði út frá þeirra eigin skoðunum og út frá áliti Mannréttinda-
dómstóls Evrópu. Mikilvægt er að allur bekkurinn sjái þessi bréf þannig að umræður geti einnig átt
sér stað utan venjulegs skólatíma.
1...,41,42,43,44,45,46,47,48,49,50 52,53,54,55,56,57,58,59,60,61,...212
Powered by FlippingBook