Lifað í lýðræði - page 57

55
...................................................................................................................................................................................................................................................................................
2. kafli – Jafnrétti
A. Bátsmaðurinn verður að fá að hafa matinn fyrir sjálfan sig og unnustu sína.
B. Skipta skal matnum jafnt á milli allra skipbrotsmannanna.
C. Hæstbjóðandi gæti keypt allan matinn (greitt með peningum, vörum eða þjónustu).
Eftir umfjöllun um þetta er síðasta hluta sögunnar dreift.
Eintak kennarans: fjórði hluti
„Skipbrotsmennirnir ákváðu að matnum skyldi skipt án nokkurs endurgjalds. Þeir þvinguðu Marko
til þess að afhenda matarbirgðirnar með því að höfða til siðferðilegrar skyldu hans. Eftir um það
bil viku var allur maturinn búinn og eina lausnin var að reyna að fá mat hjá húseigandanum.“
Nemendur fjalla um það, tveir og tveir, hver skuli biðja eigandann um mat og hvernig staðið
skuli að því. Kennarinn les upp eftirtaldar staðhæfingar og spyr hverjum þeirra nemendurnir séu
sammála, hvers vegna og hvort þeir komi auga á aðrar lausnir.
A. Hver og einn ætti að semja sérstaklega við eigandann (og greiða með peningum, skartgrip-
um eða vinnuframlagi). Í þessu tilviki ættu fjölskyldan með börnin og lögfræðingurinn og
aðstoðarmaður hennar í vandræðum.
B. Skipta skal öllum tiltækum eignum (peningum, skartgripum) á milli allra, hver svo sem upp-
haflegur eigandi þeirra er. Matvælum sem þannig eru keypt skal skipta jafnt. Hver og einn
getur síðan keypt sér meiri mat í skiptum fyrir vinnuframlag.
C. Sama og B, en ætlast er til þess að allir vinni eins mikið og þeir geta og deili matnum sem
þeir vinna sér inn á þennan hátt með hinum.
D. Skartgripasalanum er heimilt að kaupa allt sem eigandinn vill selja og „hjálpa“ hinum með
matarpakkana.
Eftir umfjöllun um þetta getur kennarinn stjórnað umræðum í bekknum til að nemendur eigi auð-
veldara með að tengja söguna við raunveruleikann:
Vitið þið um svipaðar aðstæður í okkar samfélagi?
A. … í nágrenni ykkar eða innan fjölskyldunnar?
B. … hér á landi?
C. … einhvers staðar í veröldinni?
Hvaða aðstæður sem þið þekkið til finnst ykkur óréttlátar með tilliti til skiptingar matvæla, vatns
og húsnæðis o.s.frv.?
A. … í nágrenni ykkar eða innan fjölskyldunnar?
B. … hér á landi?
C. … einhvers staðar í veröldinni?
Hvers vegna?
Í lok tímans þarf að fara fram umræða um grunnhugtökin í þessum kafla. Kennarinn getur ákveðið
að bæta við aukatíma. Fyrst heldur hann stuttan fyrirlestur þar sem hann notar grunnupplýs-
ingarnar um jafnrétti og fjölbreytileika í þessum kafla. Hann gæti jafnvel útbúið dreifiblað með
ýmsum skilgreiningum. Nemendurnir eiga síðan að ígrunda efni þessara fjögurra kennslustunda í
litlum hópum: Um hvað hafa þau rætt? Hvað hafa þau lært? Hvaða vafamál hafa komið upp? Þeir
koma með tillögur um hvernig bregðast skuli við mismunun sem þeir sjálfir upplifa.
1...,47,48,49,50,51,52,53,54,55,56 58,59,60,61,62,63,64,65,66,67,...212
Powered by FlippingBook