Lifað í lýðræði - page 49

47
...................................................................................................................................................................................................................................................................................
2. kafli – Jafnrétti
2. kennslustund:
Saga Vesnu
Hvernig myndum við bregðast við ef við lentum í sömu aðstæðum og hún?
Markmið
Að nemendur verði meðvitaðir um fordóma og mismunun í samfélaginu.
Að nemendur skilji sjónarmið þeirra sem verða fyrir mismunun.
Að nemendurnir geti brugðist við aðstæðum þegar mismunun á sér stað.
Verkefni nemenda
Nemendur ræða tiltekið dæmi um mismunun og bera saman við aðstæður hér á landi.
Gögn
Eintak af dreifiblaði 2.1 (með spurningum) fyrir hvern nemanda.
Aðferð
Hópvinna þar sem fengist er við texta.
Hugtakanám
Að mismuna fólki er algengt hegðunarmynstur í þjóðfélaginu. Það eru ekki aðeins yfirvöld sem
beita mismunun heldur einnig ýmsir aðrir aðilar og stofnanir. Með því að hefja kennslustundina
með sannri sögu um mismunun fá nemendur tækifæri til að velta eigin hegðun fyrir sér.
1...,39,40,41,42,43,44,45,46,47,48 50,51,52,53,54,55,56,57,58,59,...212
Powered by FlippingBook