Lifað í lýðræði - page 39

37
.............................................................................................................................................................................................................................................................................
1. kafli – Sjálfsmynd
Ítarefni fyrir kennara
Staðalímyndir og fordómar
Hvað er staðalímynd?
Fólk er oft skilgreint sem hluti af hópi á grundvelli þjóðmenningar, trúarbragða, uppruna eða ytri
einkenna á borð við litarhátt, stærð, hárgreiðslu eða klæðaburð.
Með þessari skilgreiningu á hópum eru ákveðin einkenni oft tileinkuð fólki, þannig að tilteknar
ímyndir tengjast vissum hópum. Ef þessar ímyndir eru ýktar það mikið að þær svari varla til raun-
veruleikans kallast þær staðalímyndir.
Staðalímyndir er einnig að finna í bókum (jafnvel kennslubókum), teiknimyndasögum, auglýs-
ingum og kvikmyndum. Þið hafið örugglega rekist á slíkar staðalímyndir. Hugsið ykkur til dæmis
ímynd afrísku konunnar sem klæðist pilsi úr pálmablöðum, er með þykkar varir og lítið bein í
gegnum miðnesið.
Frá staðalímynd til fordóma
Ef einstaklingur eða hópur er aðeins metinn á grundvelli staðalímynda, en ekki sem einstaklingur
eða hópur einstaklinga, er um fordóma að ræða. Þá er búið að móta skoðun á einstaklingi eða hópi
á grunni vanþekkingar. Slíkar skoðanir og hugmyndir hafa yfirleitt ekkert með raunveruleikann að
gera og eru einnig oft neikvæðar eða fjandsamlegar.
„Jákvæðar“ staðalímyndir
Einnig eru þó til jákvæðar staðalímyndir. Ef einhver heldur því til dæmis fram að svart fólk hlaupi
hratt má segja að það sé jákvæð staðalímynd. Nú gætuð þið hugsað sem svo: „Er eitthvað athuga-
vert við það?“ En í þessu tilviki er fólk einnig ranglega flokkað. Veltið bara fyrir ykkur hvort það
sé virkilega rétt að allt svart fólk hlaupi hratt.
Hvaða gagn má hafa af staðalímyndum?
Fordómar virðast gera veröldina auðskiljanlegri og einfaldari. Þegar fólk hittir aðrar manneskjur
sem virðast framandi verður það oft órólegt og kvíðið. Við slíkar aðstæður geta fordómar hjálpað
fólki að leyna kvíða sínum. – Ég get þóst vita allt um hinn einstaklinginn eða fólkið og talið mig
ekki þurfa að spyrja neins. Þess vegna er fyrir fram vonlaust að áhugaverðar samræður geti átt sér
stað og raunverulegur skilningur skapist.
Hver eru áhrif fordóma?
Fordómar eru særandi. Þeir eru fyrst og fremst notaðir í því skyni að beita einhvern órétti. For-
dómar svipta manneskjuna þeim möguleika að sýna hver hún raunverulega er og hverju hún getur
áorkað. Vinnuveitandi ræður til dæmis ekki tyrkneska umsækjendur til starfa vegna þess að hann
hefur heyrt að „þeir“ mæti alltaf of seint til vinnu. Sumir halda fast í fordóma og fyrirlitningu enda
þótt þeir geri sér grein fyrir því að enginn geti staðfest þessi neikvæðu viðhorf þeirra.
Hvernig er hægt að vinna gegn fordómum?
Fordómar eru lífseigir og því erfiðir viðureignar. En þó er ekki öll von úti: enginn er fæddur með
fordóma. Þeir eru áunnir þannig að hægt er að losa sig við þá. Áður en dómur er lagður á einhvern
ætti að biðja viðkomandi að útskýra hvers vegna hann eða hún hafi gert það sem um ræðir. Hafið
hugfast að þið mynduð ekki kæra ykkur um að lagður væri á ykkur dómur að ykkur forspurðum.
1...,29,30,31,32,33,34,35,36,37,38 40,41,42,43,44,45,46,47,48,49,...212
Powered by FlippingBook