Lifað í lýðræði - page 33

31
.............................................................................................................................................................................................................................................................................
1. kafli – Sjálfsmynd
Kennslustundin
Kennarinn byrjar á því að draga saman niðurstöður tveggja síðustu kennslustunda og gera grein
fyrir kennsluefni dagsins.
Hann minnir nemendur síðan á að þeir hafi í fyrstu fjallað um einstakling (persónulegar aðstæður
drengs) og hafi síðan kannað hvernig litið er á stærri hópa, svo sem starfsstéttir, þjóðernishópa og
heilu þjóðirnar. Nú eiga þeir enn á ný að fjalla um einstakling en að þessu sinni eru það þeir sjálfir
– allir í bekknum – sem athyglin beinist að. Þeir eiga að einbeita sér að spurningunni:
Hver er ég?
Hvernig myndi ég lýsa sjálfri/sjálfum mér?
sjálfsmat
Hvernig myndi bekkjarfélagi minn lýsa mér?
skynjun annarra
Kennarinn útfærir kynningu sína á kennsluefninu enn frekar með því að teikna þessa skýringar-
mynd á töfluna eða flettitöflu. Hann getur einnig beðið nemendur að rifja upp það sem þeir lærðu
í tveimur síðustu kennslustundum um muninn á eigin upplifun og upplifun annarra. Að auki, eða
að öðrum kosti, getur hann endurtekið lykilhugtökin um staðalímyndir og fordóma.
Kennarinn tekur nú fram dreifiblöðin með lýsingum nemenda á Magnúsi. Þau ættu að hjálpa þeim
að muna eftir sem flestum kostum og eiginleikum fólks. Nemendur fá það verkefni að búa til lista
með eins mörgum lýsingarorðum og hægt er að nota til að lýsa einni manneskju. Kennarinn þarf
örugglega að koma með einhverjar hugmyndir og tillögur. Til dæmis er hægt að benda nemendum
á að flokka lýsingarorðin eftir merkingu og áherslum. Slík flokkun gæti innihaldið eftirfarandi
atriði:
Hvernig myndum við lýsa manneskju:
• þegar hún er í góðu skapi?
• þegar hún er í vondu skapi eða jafnvel fokreið?
• þegar hún er vinsamleg?
• þegar við viljum lýsa útliti hennar?
• þegar við viljum lýsa henni sem nemanda?
• …
Fremur en að biðja fáeina nemendur að leggja fram einhverjar hugmyndir fyrir allan bekkinn er
best að láta alla taka þátt. Það er hægt að gera með eftirfarandi æfingu þar sem nemendur vinna
hver fyrir sig að því að setja fram ýmsar hugmyndir. Stórar pappírsarkir ættu að hanga uppi í
hverju horni skólastofunnar eða liggja á borðum hér og þar. Ýmis lykilorð eða flokkaheiti eru fyr-
irsagnir á þessum örkum. Nemendur ganga hljóðlega um skólastofuna og skrifa hugmyndir sínar
á arkirnar (best er að hafa einn merkipenna hjá hverri þeirra). Þar sem þeir geta lesið hvað hinir
nemendurnir hafa skrifað skulu þeir ekki endurtaka það sama heldur svara með athugasemdum og
nýjum hugmyndum.
1...,23,24,25,26,27,28,29,30,31,32 34,35,36,37,38,39,40,41,42,43,...212
Powered by FlippingBook