Lifað í lýðræði - page 28

26
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Kennarinn bíður þangað til nokkrir nemendur hafa rétt upp hönd og leyfir þeim að koma með sín
svör. Hann skrifar svörin á töfluna en enn betra er að nota flettitöflu:
Hvað getum við sagt um strákinn?
• Hvernig getum við lýst honum á viðeigandi hátt?
• Staðhæfing 1
• Staðhæfing 2
• Staðhæfing 3
• Staðhæfing 4
• Staðhæfing 5
Í lok tímans gefur kennarinn stutt yfirlit yfir þann skilning sem nemendur hafa öðlast í tveimur
fyrstu kennslustundunum. Gott er að nota flettitöflu, ef hún er tiltæk, til að skrifa niður helstu
atriðin svo að hægt sé að kynna þau í næstu kennslustundum. Eftirfarandi atriði gætu reynst
gagnleg:
Sjálfsmynd
• Sjálfsmynd einstaklings á sér margar hliðar.
• Oft hefur annað fólk (nágrannar, vinir, kennarar, ókunnugir) mjög mismunandi skoðanir
á sama einstaklingnum.
• Við verðum að hlusta á mismunandi skoðanir ef okkur langar til að vita meira um ein-
hvern.
• …
• …
Að lokum spyr kennarinn nemendur álits en gætir þess að svara ekki athugasemdum þeirra.
Hægt er að gera þetta á ýmsa vegu. Það er ekki endilega besti kosturinn að spyrja yfir allan bekk-
inn því að oftar en ekki eru það sömu nemendurnir sem svara alltaf og niðurstaðan verður ekki
marktæk. Þess vegna er mælt með píluspjaldsaðferðinni í þessu tilviki. Það er aðferð sem kallar á
skjót viðbrögð og gerir hverjum og einum kleift að svara. Í viðauka er að finna nákvæma lýsingu
á þessari aðferð til að fá fram álit.
Kennarinn kynnir síðan lauslega efni tveggja næstu kennslustunda en í þeim munu nemendur ekki
skoða einstaklinga heldur hópa innan samfélagsins eða heilar þjóðir.
1...,18,19,20,21,22,23,24,25,26,27 29,30,31,32,33,34,35,36,37,38,...212
Powered by FlippingBook