Lifað í lýðræði - page 30

28
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Kennslustundin
Markmiðið í þessari kennslustund er að gera nemendur færa um að koma eigin skilningi á því
hvernig litið er á aðra sem einstaklinga yfir á almennara form, það er að segja hvernig leggja megi
dóm á stærri hópa, trúarsamfélög, þjóðernishópa eða þjóðir.
Kennarinn undirbýr stuttan en vel skipulagðan fyrirlestur um muninn á fordómum og staðal-
ímyndum og flytur hann í upphafi tímans.
Með því að draga saman kennsluferlið og niðurstöðurnar og þá innsýn sem nemendur hafa öðlast
í tveimur fyrstu kennslustundunum hjálpar kennarinn þeim að gera sér grein fyrir muninum á
staðalímyndum og fordómum. Hann kynnir þessi tvö hugtök með því að vísa til hinna ýmsu skoð-
ana á drengnum sem fjallað var um í tveimur síðustu kennslustundum. Hann reynir að kynna þessar
skoðanir sem staðalímyndir og fordóma (sjá ítarefni fyrir kennara í lok þessa kafla, þar sem finna
má sýnishorn af stuttum inngangsfyrirlestri á borð við þennan). Að því búnu skipta nemendur sér
í litla hópa. Þeir setja saman lýsingu á samfélagshópum, dæmi:
• drengir og stúlkur;
• starfsstéttir;
• þjóðernishópar;
• þjóðir;
• heimsálfur.
Mikilvægt er að benda nemendum á að setja ekki fram persónulegar skoðanir sínar á öðrum. Þeir
eiga fremur að hugleiða hvað samfélagið, nágrannarnir eða fjölmiðlarnir myndu segja eða hugsa
um hópana sem þeir hafa fengið til umfjöllunar í þessu verkefni.
Nemendur reyna að greina á milli staðalímynda og fordóma og nýta sér þannig ábendingar kennar-
ans í upphafi tímans.
Kennarinn getur skrifað nokkrar vísbendingar á töfluna og nemendur undirbúa kynninguna sína
með því að gera sjálfir lista yfir niðurstöður sínar. Reynslan hefur sýnt að listi sem útbúinn er fyrir
fram (sjá dæmi hér fyrir neðan) auðveldar nemendum að skrá hjá sér hugmyndir sem nota má síðar
í umræðunum.
Eftir inngangsfyrirlestur kennarans um staðalímyndir og fordóma vinna nemendur saman í þriggja
eða fjögurra manna hópum í 15 mínútur og velta fyrir sér verkefninu sem getið er um hér framar.
Kennarinn þarf að íhuga vandlega hver þeirra dæma sem framar er getið ætti að leggja fram. Það
fer eftir pólitískri stöðu viðkomandi lands hvort hægt er að velja dæmi sem nemendur þekkja til af
eigin reynslu. Aftur á móti ætti kennarinn aðeins að nefna þjóðernishópa sem búa í landinu eða
sveitarfélaginu ef öruggt er að það særi engan, og eingöngu ef engin hætta er á að umræður eða
ágreiningur geti leitt til þess að verkefnið fari úr böndunum.
Umræður hópanna og kynning niðurstaðna fer fram á sameiginlegum fundi þátttakenda. Hver
hópur kemur sér saman um talsmann til að kynna niðurstöður hópsins samkvæmt ákveðnum við-
miðum sem geta til dæmis verið:
• landið okkar, hópurinn okkar, uppruni okkar, starf okkar;
• staðalímyndir sem koma fram hjá hópnum;
• fordómar sem koma fram hjá hópnum;
• hugmyndir okkar um ástæður þess að tilteknir hópar hafi slíkar skoðanir;
• álit okkar ásamt hugsanlegum skoðanaágreiningi.
1...,20,21,22,23,24,25,26,27,28,29 31,32,33,34,35,36,37,38,39,40,...212
Powered by FlippingBook