Lifað í lýðræði - page 27

25
.............................................................................................................................................................................................................................................................................
1. kafli – Sjálfsmynd
Kennslustundin
Fyrri hluti
Kennarinn útskýrir hvernig tíminn á að fara fram. Hann gefur hópunum fimm mínútur til að æfa
atriðin sín aftur. Atriðin eru síðan kynnt.
Fyrst les einn úr hópnum dagbókarfærsluna fyrir bekkinn og notar veggspjaldið frá fyrstu kennslu-
stundinni. Síðan er leikatriðið flutt. Mælt er með að öll atriðin verði kynnt án þess að gripið sé fram
í. Ef fleiri en einn hópur hefur fengið sömu dagbókarfærsluna ættu þeir að leika atriðin sín, með
smátilbrigðum, hver á eftir öðrum.
Að þessu loknu hrósar kennarinn nemendum og rifjar upp hvert markmiðið er með þessum atriðum.
Ef bekkurinn er vanur svona kennsluaðferðum geta nemendur farið yfir í næsta skref. Ef ekki, þá er
ráðlegt að gefa þeim tækifæri til að velta fyrir sér atriðunum og skoða efni þeirra og framsetningu.
Hér eru nokkur dæmi um hvernig kennarinn getur kallað á viðbrögð við hlutverkaleiknum:
• Hver var upplifun okkar sem hóps?
• Hef ég uppgötvað eitthvað nýtt um sjálfan mig?
• Hvernig tókst okkur til við að sýna persónurnar eins og þær eru?
Seinni hluti
Í seinni hluta kennslustundarinnar raða nemendur stólunum sínum í einn eða tvo hálfhringi
andspænis töflunni. Kennarinn setur svo veggspjöldin upp hlið við hlið á töfluna. Nemendurnir sjá
hvernig kynningin kemur smám saman í ljós:
Svona líta aðrir á hann:
Bekkjarfélagarnir
Kennararnir
Nágrannarnir
Í lokaumræðunum ættu nemendur að gera sér ljóst að það er algjörlega eðlilegt að ýmsir hópar eða
fólk líti á sama einstaklinginn á mismunandi hátt. Þeir þurfa að átta sig á að ekki er hægt að lýsa
sjónarmiðum með því að flokka þau sem „rétt“ eða „röng“. Ef sýna á drengnum sanngirni er í raun
og veru rangt að lýsa honum einungis út frá einu sjónarmiði.
Stikkorð sem kennarinn getur notað til að efla gagnrýna hugsun hjá bekknum:
• Þegar ég sé þessar ólíku lýsingar verð ég dálítið ringluð/ringlaður.
• Hvað er satt og rétt núna?
• Hver er Magnús í raun og veru?
1...,17,18,19,20,21,22,23,24,25,26 28,29,30,31,32,33,34,35,36,37,...212
Powered by FlippingBook