Lifað í lýðræði - page 22

20
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
1. KAFLI Staðalímyndir og fordómar
Hvað er sjálfsmynd? Hvernig skynja ég aðra, hvernig líta þeir á mig?
Hver er ég í raun og veru? Nemendur kynnast daglega ýmsum gildum og leiðum til að lifa saman í
sátt og samlyndi. Til að átta sig á stöðu sinni verða þeir að þróa með sér hæfni til að taka ákvarð-
anir. Hvað má ég gera, hvað má ég ekki gera? Hvað er rétt og hvað er rangt? Börn og unglingar
komast fljótt að því að ekki er auðvelt að svara þessum spurningum. Það sem er rétt í einu tilviki
gæti verið rangt í öðru. Hvernig get ég tekið ákvörðun? Hvaða leiðbeiningum get ég fylgt?
Tvö mikilvæg verkfæri sem eru fólki til leiðbeiningar eru stjórnarskrá viðkomandi lands og umfjöll-
un hennar um mannréttindi. Þessi tvö atriði sýna hve fjölþætt gildi er að finna í þjóðfélagi. Mikil-
vægasta reglan er persónufrelsi sem veitir einstaklingnum réttinn til að þróa eigin persónuleika á
grundvelli gagnkvæms umburðarlyndis og ábyrgðar, til hagsbóta fyrir það samfélag sem viðkom-
andi tilheyrir svo og mannkynið allt. Skoðanir okkar og hagsmunir geta verið afar mismunandi að
því gefnu að við höfum sett okkur reglur um hvernig leyst skuli úr ágreiningi á friðsamlegan hátt.
Börn og ungmenni þurfa að gera sér grein fyrir því að fullorðnir glíma einnig við ögrandi við-
fangsefni og standa frammi fyrir ýmsum kröfum. Þau þurfa einnig að átta sig á því að kennarar
eiga ekki svör við öllum spurningum og þeir gera mistök sem þeir reyna að læra af.
Þessi kafli fjallar um nokkrar þeirra spurninga sem varða mótun sjálfsmyndar og hvernig fólk og
ýmsir hópar upplifa sjálfa sig og aðra. Nemendur þurfa að gera sér grein fyrir því að sjálfsmynd
þeirra er bæði mótuð af þeim sjálfum og af samskiptum þeirra við aðra. Sjálfsmynd er skilgreind
með því að greina bæði muninn á milli einstaklinga og þörfina fyrir að tilheyra og vera undir
verndarvæng fjölskyldunnar eða jafnaldrahóps. Ungt fólk öðlast betri sjálfsskilning ef það gerir sér
góða grein fyrir eigin tilfinningum og þörfum, sem og persónulegum þroska sínum og væntingum
til framtíðarinnar. Það þarf að gera tilraunir með mismunandi hegðunarmynstur og auka þannig
hæfni sína í samskiptum við aðra. Og það tekst ef það tekur þátt í félagslegum samskiptum á upp-
byggilegan hátt.
Félagsleg og stjórnmálaleg saga landsins hefur mikil áhrif á líf okkar nú á dögum. Nemendur þurfa
að gera sér grein fyrir þessum áhrifum með því að sækja sér reglulega upplýsingar um málefni líð-
andi stundar og ræða þau, móta sér persónulegar skoðanir og hlusta á skoðanir annarra. Þeir verða
að velta fyrir sér þeim sjónarmiðum, fordómum og staðalímyndum sem birtast í almenningsáliti.
Hver og einn verður að vera meðvitaður um hin hárfínu áhrif þessara þátta til að geta spornað við
þeim, og velta eigin afstöðu fyrir sér á gagnrýninn hátt og endurskoða hana, ef þörf krefur.
Menntun til lýðræðislegrar borgaravitundar og mannréttindamenntun
Í þessum kennslustundum munu nemendur:
• kynnast hugmyndum um staðalímyndir og hvernig fordómar verða til;
• gera sér ljóst að öll erum við sífellt að stimpla bæði einstaklinga og hópa og ætla þeim
tiltekna eiginleika;
• átta sig á að slíkar stimplanir auðvelda okkur að takast á við daglegt líf okkar í öllum
sínum margbreytileika;
• gera sér ljóst að það getur verið skaðlegt og ósanngjarnt að stimpla fólk á þennan hátt;
• uppgötva að stimplanir stuðla að mótun sjálfsmyndar bæði meðal einstaklinga og ým-
issa hópa;
• uppgötva að sjálfsmynd er flókið fyrirbæri þannig að skilja má hvern og einn á sérstak-
an hátt.
1...,12,13,14,15,16,17,18,19,20,21 23,24,25,26,27,28,29,30,31,32,...212
Powered by FlippingBook