Lifað í lýðræði - page 43

41
...................................................................................................................................................................................................................................................................................
2. kafli – Jafnrétti
Efnahagsleg og félagsleg réttindi varða fyrst og fremst nauðsynleg skilyrði einstaklings til að ná
fullum þroska og að hann njóti viðunandi lífskjara. Þessum réttindum, sem oft eru kölluð „önnur
kynslóð“ mannréttinda, er erfiðara að framfylgja þar sem þau eru gjarnan talin vera háð þeim
fjármunum sem eru fyrir hendi. Til þeirra teljast réttindi á borð við réttinn til vinnu, réttinn til
menntunar, réttinn til tómstunda og réttinn til viðunandi lífskjara. Þessi réttindi eru tilgreind í
Alþjóðasamningnum um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem var samþykktur af
Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1966.
10
Fólk hefur mismunandi skoðanir og viðhorf þegar rætt er um hvernig samfélagið skuli takast á við
mál sem snúast um félagslegt réttlæti. Þessum skoðunum og viðhorfum má skipta í þrjá flokka:
• Darwinistar telja að hver og einn beri alla ábyrgð á eigin vandamálum og eigi að leysa þau
upp á eigin spýtur. Þeir telja að hvetja þurfi fólk til að leggja sig meira fram. Darwinistar
halda sig yfirleitt utan við vettvang félagsmálanna.
• Velvildarsinnar finna til samhygðar með þeim sem þjást og vilja leggja sitt af mörkum til að
auðvelda þeim lífið. Þeir líta fremur á félagsleg og efnahagsleg réttindi sem eftirsóknarvert
stefnumál en mannréttindi. Þetta leiðir oft til þess að komið er fram af yfirlæti við fólk sem
býr við erfiðar félagslegar aðstæður.
• Réttlætissinnar láta sig varða að fólk sé beitt órétti, fyrst og fremst vegna stjórnvaldsákvarð-
ana. Þeim finnst þeir þurfa að breyta hinu pólitíska og efnahagslega kerfi svo að fólk neyðist
ekki til að búa við fátækt.
11
10. Úr „A glossary of terms for education for democratic citizenship“, Karen O’Shea, Council of Europe, DGIV/EDU/CIT
(2003) 29.
11. Texti úr „Duties sans Frontières. Human rights and global social justice“, International Council of Human Rights
Policy.
1...,33,34,35,36,37,38,39,40,41,42 44,45,46,47,48,49,50,51,52,53,...212
Powered by FlippingBook