Lifað í lýðræði - page 52

50
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
3. kennslustund
Jafnrétti karla og kvenna
Hvernig ber okkur að koma fram við karla og konur?
Markmið
Að nemendur verði meðvitaðir um kynbundna mismunun í samfélaginu.
Að nemendur skilji sjónarmið þeirra sem verða fyrir kynbundinni mismunun.
Að nemendur geti brugðist við aðstæðum þegar mismunun á sér stað.
Verkefni nemenda
Nemendur ígrunda hvernig þeir sjálfir, og samfélagið almennt, koma fram við konur.
Gögn
Afrit af einni sögu af dreifiblaði 2.2 fyrir hvern hóp.
Stór pappírsörk og merkipenni fyrir hvern hóp.
Aðferðir
Litlir vinnuhópar, umræður og kynningar.
Ábending
Enn er langt í land að komið sé fram við karla og konur á jafnréttisgrundvelli í daglegu lífi. Mis-
munandi aðstæður í fjölskyldumálum, í skólum og á vinnustöðum stuðla að því að fólk fái aukna
samkennd með málum af þessu tagi og innsýn í hvernig takast skuli á við þau. Þessi kennslustund
gefur einnig tilefni til þess að sumum venjum eða starfsháttum sé breytt innan bekkjarins eða í
skólanum.
1...,42,43,44,45,46,47,48,49,50,51 53,54,55,56,57,58,59,60,61,62,...212
Powered by FlippingBook