Lifað í lýðræði - page 59

57
...................................................................................................................................................................................................................................................................................
2. kafli – Jafnrétti
Dreifiblað 2.2
Karlar og konur: sagan
1. saga
„Ég hef margoft lent í þessu. Eftir kvöldmatinn ætlast móðir mín til þess að við krakkarnir förum
með alla diskana og pottana inn í eldhús, þurrkum af borðinu, þvoum upp, sjáum um að allt sé
sett upp í skápana og að eldhúsið sé hreint og snyrtilegt. Enn einu sinni sögðu bræður mínir tveir
við mig, þó að þeir séu eldri en ég, að þetta væri ekki í þeirra verkahring og að ég ætti að sjá um
þetta vegna þess að ég er stelpa. Ég mótmælti ekki í þetta skipti því að ég var svo reið. Ég kvartaði
yfir þessu við pabba en hann sagði að það væri gott að fá svolitla æfingu, þetta væri góður undir-
búningur fyrir húsmóðurstarfið.“
Spurningar
1. Getið þið ímyndað ykkur að svona lagað geti átt sér stað í ykkar fjölskyldu?
2. Ímyndið ykkur að þið séuð þessi stúlka: hvað mynduð þið vilja segja við bræðurna? Og við
pabbann?
3. Eruð þið sammála textanum í 1. grein Mannréttindayfirlýsingarinnar? Hvernig gildir hún um
söguna hér að ofan?
„Allir eru fæddir frjálsir og jafnir að virðingu og réttindum.“
2. saga
Sex strákar stóðu í kringum mig á skólalóðinni. Þeir gláptu allir á mig og stríddu mér. Þeir sögðu:
„Heyriði, strákar, eruð þið vissir um að þetta sé stelpa? Eigum við ekki að athuga það aðeins nán-
ar?“ Einn af þeim færði sig nær mér og ætlaði að snerta mig. En á sömu stundu kom skólastjórinn
út á skólalóðina og strákarnir létu sig hverfa.“
Spurningar
1. Getið þið ímyndað ykkur að þetta gæti átt sér stað í skólanum ykkar eða í grennd við hann?
Nefnið dæmi.
2. Ímyndið ykkur að þið séuð þessi stelpa – hvað myndi ykkur langa til að segja við þessa
stráka?
3. Ímyndið ykkur að annar strákur hafi orðið vitni að því sem gerðist úr fjarlægð. Hefði þessi
strákur átt að skerast í leikinn? Hvers vegna/hvers vegna ekki? Hvað hefði hann átt að gera?
4. Teljið þið að það sem átti sér stað hafi verið „kynferðisleg áreitni“ samkvæmt eftirfarandi
skilgreiningu?
„Kynferðisleg áreitni er hver sú hegðun sem í orðum, gerðum eða með sálfræðilegri skírskotun af
kynferðislegum toga, af ásetningi eða gáleysi, særir blygðunarkennd einstaklings, eða vekur ótta og
andstöðu eða er auðmýkjandi, ógnandi eða eitthvað ámóta, og sýnd er fólki af öðru kyni eða með
aðra kynhneigð og viðkomandi upplifir sem óviðeigandi hegðun, líkamlega eða andlega ögrandi eða
tvíræða, eða á annan hátt óviðeigandi.“
1...,49,50,51,52,53,54,55,56,57,58 60,61,62,63,64,65,66,67,68,69,...212
Powered by FlippingBook