Lifað í lýðræði - page 69

67
.......................................................................................................................................................................................................................................................................
3. kafli – Fjölbreytileiki
Kennslustundin
Kennarinn segir hver markmiðin í kennslustundinni eru og les söguna „Skólinn í skógarjaðrinum“
(dreifiblað 3.1) fyrir bekkinn.
Kennarinn lætur nemendur setjast í hring og spyr þá hvað þeim hafi komið á óvart í sögunni og
hvað þeim hafi þótt áhugavert og hvers vegna. Hann gefur þeim tvær mínútur til að „hvíslast á“
(tveir saman) áður en þeir segja öllum hinum hvað þeim finnst.
Kennarinn minnir nemendur á að þegar umræður byggjast á spurningum sé markmiðið að fá fram
hugmyndir og útfæra þær í sameiningu. Svörin geti hvorki verið rétt né röng.
Síðan spyr kennarinn eftirfarandi spurninga: „Hugsum okkur eins marga og við getum sem hefðu
kannski viljað brenna skólann til ösku (sem dæmi má nefna: einhver barnanna, einhverja foreldra,
einhverja aðra, t.d. prestinn). Hvaða ástæður kynnu þessir aðilar að hafa haft? Hverjir hljóta ávinn-
ing og hverjir tapa ef skólinn verður ekki reistur á ný? (Hljóta nemendur til dæmis ávinning eða
tapa þeir ef þeir þurfa ekki að ganga í skóla?)“
Hægt er að setja þetta upp eins og á töflunni hér fyrir neðan:
Nafn aðila
Ávinningur
Tap
Nemendur
Foreldrar
Prestur
Allt samfélagið
Annað?
Kennarinn segir nú nemendum að einbeita sér að hlutverki kennarans í sögunni. Hin almenna
spurning – „Hvað finnst ykkur um kennarann?“ – fær nemendur til að segja álit sitt. Hér eru spurn-
ingar sem gætu komið í kjölfarið:
• Var hann kjáni, hugsjónamaður eða var hann hugrakkur?
• Dáist þið að honum eða fyrirlítið þið hann vegna þess sem hann reyndi að gera?
• Hverjar haldið þið að ástæður hans hafi verið?
• Hvaðan skyldu félagsleg gildi hans vera sprottin?
• Hvað ætti hann að gera núna og hvers vegna? (Reyna aftur eða gefast upp?)
• Hvað mynduð þið vilja að kennarinn gerði ef þið væruð nemendur í þessum skóla?
Síðan aðstoðar kennarinn nemendur við að setja vandamál sögunnar í samhengi við eigið samfé-
lag. Síðan mætti halda áfram:
• Veltið fyrir ykkur hvar þið eigið heima.
• Haldið þið að til sé fólk eins og þessi kennari?
• Geta einstaklingar gert gagn í samfélaginu af eigin rammleik? Finnið dæmi um það.
Meðal annarra mikilvægra spurninga sem sagan vekur eru eftirfarandi:
• Haldið þið að þessar tvær þjóðir gætu komist að friðsamlegu samkomulagi ef börnin væru í
sama skólanum?
1...,59,60,61,62,63,64,65,66,67,68 70,71,72,73,74,75,76,77,78,79,...212
Powered by FlippingBook