Lifað í lýðræði - page 75

73
.......................................................................................................................................................................................................................................................................
3. kafli – Fjölbreytileiki
Kennslustundin
Kennarinn les söguna fyrir bekkinn (dreifiblað 3.2). Í sögunni er fjallað um ýmis flókin vandamál
sem ekki er víst að nemendur gefi gaum nema þeir sökkvi sér niður í efni hennar. Þeim til liðsinnis
fær kennarinn þeim dreifiblað 3.3 og skýrir fyrir þeim eftirfarandi verkefni.
Nemendur vinna tveir og tveir saman að því að finna eins mörg vandamál og þeir geta með-
al starfsfólksins í Hope College. Þeir skrá athugasemdir um það í fyrsta dálkinn á dreifiblaðinu
(„Vandamál“). Síðan stinga þeir upp á aðferðum til að takast á við vandamálin („Lausnir“) og bæta
við hverjir þeir haldi að eigi að leysa málin í þriðja dálkinum („Ábyrgð“). Síðasta dálkinn þarf ekki
að fylla út fyrr en síðar.
Síðan kynna nemendur niðurstöður sínar, bera þær saman og ræða þær. Til að gera kynningar
sínar aðgengilegri gætu einhverjir nemendanna útbúið flettitöflu sem lítur út eins og dreifiblaðið.
Ef myndvarpi er til staðar er hægt að ljósrita blaðið á glæru sem tveir nemendur geta fyllt út.
Umræður í bekknum
Nemendur spyrja kannski einhverra eftirfarandi spurninga, að öðrum kosti getur kennarinn hafið
umræðuna með því að spyrja:
• Haldið þið að skólastjórinn hafi náð því markmiði sínu að koma eins fram við alla nemendur?
• Finnst ykkur að skólastjórinn eigi að hafa gildi flóttamannanna í heiðri og láta kenna drengj-
um og stúlkum hvorum í sínu lagi? Finnið rök fyrir báðum sjónarmiðum.
• Væri betra að flóttamannabörnin væru skilin frá öðrum nemendum í skólanum? Skrifið
upp kosti og galla í hvoru tilviki fyrir sig, í fyrsta lagi fyrir nemendurna og í öðru lagi fyrir
samfélagið.
Í stað þess að ræða allar spurningar eiga nemendur að fá tíma til að velta einni spurningu vandlega
fyrir sér. Mikilvægt er að þeir skilji að í fjölhyggjusamfélagi hefur fólk ólíkar þarfir og það getur
leitt til þess að ágreiningur komi upp. Því er mikilvægt að leysa slíkan ágreining á sanngjarnan hátt
og taka tillit til hvers og eins svo og hópsins í heild (sjá 4. kafla þar sem fjallað er nánar um lausn
ágreiningsmála). Í þessu dæmi má líta á skólann sem örsamfélag þar sem ungir þegnar þess glíma
við sömu vandamál og eru í þjóðfélaginu almennt.
Eftirfarandi atriði sýna hve margslungið þetta dæmi er og hve gagnlegt er að fjalla um þessi mál.
Bæta þarf við kennslustund ef ítarlegri umfjöllun á að fara fram. Kennarinn verður að ákveða hvort
velja skuli tiltekin sjónarmið með tilliti til þess tíma sem er til umráða og áhugasviðs nemenda.
Hversu ólíkar eru námsþarfir barna?
Lykilspurningarnar sem nemendur verða að svara snúast auðvitað um það hvernig takast skuli á
við þessi vandamál og hvort skólinn eigi að leiða einhver þeirra hjá sér (og ef svo er, hvers vegna).
Hægt er að svara þessum spurningum á tvo vegu. Í fyrsta lagi með því að huga að því hverra þarfir
það snerti ef tiltekið vandamál væri leyst eða látið óleyst, og í öðru lagi með því að tilgreina þau
vandamál sem hægt væri að leysa í skólanum.
Sé fyrri leiðin farin munu nemendur öðlast betri skilning á sérþörfum flóttamanna (og innfæddra)
ef þeir velta eftirfarandi spurningu fyrir sér: „Hvaða mannréttinda – eða réttinda barna – njóta
flóttamannabörn ekki?“
1...,65,66,67,68,69,70,71,72,73,74 76,77,78,79,80,81,82,83,84,85,...212
Powered by FlippingBook