Lifað í lýðræði - page 83

81
.......................................................................................................................................................................................................................................................................
3. kafli – Fjölbreytileiki
Dreifiblað 3.2
Allir eiga sér von
Skólastjórinn í Hope College var göfuglynd og góð kona. Hún trúði staðfastlega á mikilvægi
menntunar. „Allir verðskulda að eiga góða æsku,“ var hún vön að segja við starfsfólk sitt. „Ég vil
ekki gera upp á milli nemenda í skólanum. Það væri ekki réttlátt.“
En einn góðan veðurdag kom hópur flóttamannabarna í skólann. Fjölskyldur þeirra höfðu flúið
óeirðir í nágrannaríki einu. Skólastjórinn undirbjó starfsfólk sitt og sagði:
„Þessi vesalings ungmenni hafa glatað öllu sem þau áttu. Bjóðið þau velkomin í skólann. Þau eiga
ekki að þjást meira en nauðsynlegt er. Stríðið er ekki þeim að kenna.“
Kennararnir voru sammála. Börnunum var raðað í bekki eftir aldri. Flest flóttamannabörnin voru
ein síns liðs í bekk en í einum bekknum voru fjórir strákar saman í hóp.
Fyrr en varði áttuðu kennararnir sig á því að erfitt var að koma fram við flóttamannabörnin á
sama hátt og skólasystkini þeirra. Einn af öðrum komu þeir til skólastjórans með vandamál sín.
„Flóttamannabarnið í bekknum mínum talar ekki okkar tungumál,“ sagði einn kennarinn. „Ég
hef ekki tíma til að þýða allt fyrir hana. Það er of tímafrekt. Það bitnar á hinum nemendunum.“
„Flóttamannabarnið í bekknum mínum vill ekki tala við neinn,“ sagði annar kennari. „Hann er ef
til vill í áfalli vegna stríðsins. Kannski á hann bara erfitt með að læra. Hvað á ég að gera?“ Þriðji
kennarinn sagði: „Ég er með barn sem særðist. Hún getur ekki gengið. Hún getur ekki tekið þátt í
neinum líkamlegum athöfnum og kemst ekki upp stigann að rannsóknarstofunni.“
Síðan fóru önnur vandamál að koma í ljós. Í hádegishléinu urðu sum flóttamannabarnanna fyrir
einelti og stríðni. Þau voru uppnefnd og einhverjir sögðu þeim að hypja sig burt og fara heim til
sín.
Strákarnir fjórir sem voru saman í bekk mynduðu klíku til að verja sig. Dag einn lenti einn þeirra
í slagsmálum við innfæddan strák. Sá fyrrnefndi meiddi andstæðing sinn illa. Starfsfólkið kvartaði
sáran og vildi að drengurinn yrði rekinn úr skólanum en skólastjórinn velti fyrir sér hvort það væri
sanngjarnt í ljósi þess sem ungi flóttamaðurinn hafði þurft að líða. Starfsfólkið sagði:
„Við höfum reynt að láta hlutina ganga upp, en þetta mæðir of mikið á okkar eigin börnum. Við
getum ekki kennt þessum börnum og jafnframt sinnt okkar börnum sem skyldi.“
Stuttu síðar báðu foreldrar flóttamannabarnanna skólastjórann um viðtal. Þeir sögðu:
„Við getum ekki sætt okkur við að drengir og stúlkur séu höfð saman í leikfimistímum. Það stríðir
gegn trú okkar og menningu.“
Skólastjórinn var nú alveg að missa þolinmæðina. Hún gerði sér ljóst að ástandið var afar erfitt en
vissi í hjarta sínu að hún mætti ekki missa vonina.
1...,73,74,75,76,77,78,79,80,81,82 84,85,86,87,88,89,90,91,92,93,...212
Powered by FlippingBook