Lifað í lýðræði - page 85

83
.......................................................................................................................................................................................................................................................................
3. kafli – Fjölbreytileiki
Dreifiblað 3.4
Eyjarskeggjar og landnemar (hlutverkaspjöld)
HÓPUR 1: Eyjarskeggjar
Þið eruð hópur eyjarskeggja. Forfeður ykkar hafa átt heima á þessari eyju í þúsundir ára. Þeir eru
jarðsettir á heilögum stöðum uppi í fjöllunum og þið trúið því að andar þeirra séu enn á sveimi
þar.
Lífshættir ykkar eru mjög einfaldir. Konurnar annast börnin en karlarnir fara um alla eyjuna og
veiða dýr og afla fæðu úr gróskumiklu jurtaríkinu. Þið eyjarskeggjar trúið því að vernda beri
náttúruna og skila henni óspilltri til næstu kynslóðar. Þið vopnist spjótum, bogum og örvum og
notið dýragildrur.
Trúarbrögð ykkar byggjast á náttúrudýrkun og undirstaða menningar ykkar er samfélagið og
mikilvægi þess. Þegar skortur er á mat deila allir því sem til er og fólk leggur hart að sér til
hjálpar náunganum. Þegar nóg er til af mat kemur fólk saman og syngur, dansar og segir sögur.
Ekki er þörf fyrir ritað mál.
Þið hafið mjög einfalda löggjöf. Ættarhöfðinginn getur sett ný lög ef nauðsyn krefur. Hann getur
einnig útkljáð deilumál milli aðila í samfélaginu.
Hópur 2: Landnemar
Þið eruð með hópi fólks sem hefur siglt frá Evrópu og von ykkar er sú að geta hafið nýtt líf með
fjölskyldum ykkar á nýjum stað. Ykkur langar til að finna eitt af þeim nýju löndum sem menn
hafa uppgötvað að eru hinum megin á hnettinum. Þið vonist til að geta sest þar að, reist ykkur
heimili, hafið búskap og notið velmegunar.
Þið takið með ykkur verkfæri til að yrkja landið og byssur til að geta farið á veiðar. Menning
ykkar byggist á menntun og mikilli vinnu. Allir hafa það markmið að njóta velmegunar og líða
vel. Þið aðhyllist engin sérstök trúarbrögð en hafið þá skoðun að fólk eigi rétt á að fylgja eigin
sannfæringu.
Þið viljið taka lýðræðislegar ákvarðanir í nýja samfélaginu ykkar. Þið yfirgáfuð samfélag þar
sem aðeins þeir best settu fóru með völdin og gæðum var afar misskipt milli manna. Þið viljið
stofna samfélag þar sem allir eru jafnir og allir eiga sömu möguleika á að ná árangri.
1...,75,76,77,78,79,80,81,82,83,84 86,87,88,89,90,91,92,93,94,95,...212
Powered by FlippingBook