Lifað í lýðræði - page 77

75
.......................................................................................................................................................................................................................................................................
3. kafli – Fjölbreytileiki
Skrifleg verkefni
Í náms- og kennsluferli er mikilvægt að gæta þess að nemendur hafi skilið námsefnið og geti nýtt
sér það sem þeir hafa lært. Ein leiðin er að leggja skrifleg verkefni fyrir nemendur í tengslum við
hópumræður. Þannig fá allir möguleika á að velta fyrir sér þeim málefnum sem rædd hafa verið á
fundinum og það kemur sérstaklega þeim að gagni sem velta viðfangsefnunum vel og lengi fyrir
sér og leggja lítið til málanna í umræðum þó að þeir hafi heilmargt fram að færa.
Kennarinn verður að ákveða hvaða efni höfðar helst til nemenda hvað skilning og hugmyndir
varðar. Ef til vill nægir að nemendur geri grein fyrir þeim umræðum sem fram fóru og segi álit
sitt á þeim. Í erfiðari verkefnum geta nemendur vísað til mannréttinda og/eða vandamála sem upp
koma vegna ójöfnuðar í samfélaginu, til dæmis:
„Mannréttindasáttmáli Evrópu og Barnasáttmálinn kveða á um að það sé skylda stjórnvalda að sjá
til þess að öll börn fái notið menntunar.
• Gerið grein fyrir því hvort ykkur finnst skólinn gegna þessari skyldu.
• Hvað þarf að vera til staðar til að börn njóti þeirrar menntunar sem þeim ber að fá?
• Hverjir haldið þið að eigi að sjá til þess að svo sé?
• Hvaða aðra þætti í lífinu hefur ójöfnuður í samfélaginu áhrif á?
• Ræðið.
1...,67,68,69,70,71,72,73,74,75,76 78,79,80,81,82,83,84,85,86,87,...212
Powered by FlippingBook