Lifað í lýðræði - page 76

74
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Hér er þörfum í námi skipt í nokkra flokka. Nemendur eiga að finna dæmi um slíkar þarfir í sögunni
og skrá þau í fjórða dálk dreifiblaðsins:
• tilfinningalegar;
• námstengdar;
• trúarlegar;
• menningarlegar;
• tungumálatengdar;
• líkamlegar.
Nemendur skulu sjálfir nefna dæmi í hverjum flokki.
Ábyrgð og takmörk hennar
Málefnin sem sagan fjallar um ættu að vekja almennar umræður um jafnrétti og menntun.
Hvernig er auðveldast að bjóða öllum börnum upp á fyrsta flokks menntun í samræmi við náms-
þarfir þeirra? Hvað getur skólinn gert og hvaða vandamál kalla á utanaðkomandi stuðning, til
dæmis aukafjárveitingu frá sveitarstjórn?
Hér fylgja nemendur síðari kostinum, og þessi umfjöllun leiðir mikilvæg atriði í ljós – eins og
vænta má því ekki er hægt að leysa flókin vandamál með því að stíga eitt stórt skref, sem í þessu
tilviki merkir til dæmis að víkka út starfsemi skólans, ráða sérfræðinga til starfa o.s.frv. Slíkar
umbætur væru vissulega vænlegur kostur en munu aldrei verða að veruleika því að þær eru háðar
pólitískum ákvörðunum (hvernig ráðstafa skuli skattpeningum, svo dæmi sé nefnt) sem aðrir taka
(svo sem sveitar-, bæjar-, borgarstjórn eða menntamálaráðuneytið). Þeir sem aðeins láta sér detta í
hug svo róttækar aðgerðir enda að öllum líkindum á því að gera ekki neitt, nema kenna öðrum um
það sem aflaga fer. Aftur á móti má færa má færa margt til betri vegar með því að taka lítil skref
sem í þessari dæmisögu merkir að skoða hvað skólastjórnendur, kennari, nemendur eða foreldrar
geta gert hér og nú til að leysa vandann – sé viljinn fyrir hendi og þeir geti komist að samkomulagi
um hvað gera skal.
Það er hér sem þriðji dálkurinn á dreifiblaðinu kemur til sögunnar. Hver ber ábyrgð, þ.e.a.s. hver
hefur vald til að gera einhverjar breytingar? Nemendur geta rætt um hvort litlu skrefin – umbæt-
urnar sem hægt er að gera innan skólans – nægi og hvað þurfi að gera betur. Þeir geta einnig velt
fyrir sér að bæði megi taka lítil skammtímaskref og stór skref sem krefjast lengri tíma.
Enn skal minnt á að „skólinn er eins og lífið sjálft“, örsamfélag. Umræðurnar um aðferðir til að
bæta skólastarfið sýna nemendum hvernig ber að hugsa þegar staðið er að pólitískum ákvarðana-
tökum og skipulagsstarfi.
Skólinn er eins og lífið
Nemendur geta borið saman aðstæður í Hope School og eigin skóla á eftirfarandi hátt:
„Hvaða hindrunum í námi mæta sumir nemendur í skólanum ykkar? Hverjum ber skylda til að
koma til móts við þarfir þeirra (t.d. stjórnvöldum, skólastjórn, starfsfólki eða nemendum)?“
Svarið við þessari spurningu getur verið margþætt. Hægt er að ræða málið á sameiginlegum fundi,
nemendur geta tekið viðtöl hver við annan, einnig er skólablað hugsanlegur vettvangur (sjá 5.
kafla).
1...,66,67,68,69,70,71,72,73,74,75 77,78,79,80,81,82,83,84,85,86,...212
Powered by FlippingBook