Lifað í lýðræði - page 86

84
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Dreifiblað 3.5
Aðstæðuspjöld: eyjarskeggjar
Skoðið eftirfarandi aðstæður og innan hvers hóps skuluð þið koma ykkur saman um hvað gera
þarf.
Eyjarskeggjar
Landnemar
1E Nýjar girðingar
Nokkrir landnemanna eru farnir að girða í
kringum húsin sín, yfir slóðirnar sem þið haf-
ið alla tíð rekið hjörðina ykkar eftir. Þið hafið
rifið nokkrar girðingar niður.
1L Nýjar girðingar
Eyjarskeggjar hafa rifið niður nokkrar
girðingar sem þið hafið sett upp fyrir dýrin
sem þið hafið veitt.
2E Óviðkomandi aðili á ferð
Eyjarskeggi var á leið um svæði sem land-
nemarnir höfðu afgirt og var skotinn til bana.
2L Óviðkomandi aðili á ferð
Eyjarskeggjar hafa stolist til að fara yfir svæði
sem þið hafið afgirt fyrir dýrin ykkar. Einn
þeirra fékk viðvörun og var síðan skotinn.
3E Blandað hjónaband
Einn eyjarskeggjanna varð ástfanginn af land-
nemakonu. Þau langar til að ganga í hjóna-
band og lifa í samfélagi landnema. Fjölskylda
mannsins er afar óánægð með þá tilhögun.
3L Blandað hjónaband
Ein landnemakvennanna varð ástfangin af
eyjarskeggja. Þau langar til að ganga í hjóna-
band og lifa í samfélagi landnema. Sumir
landnemanna eru óánægðir með það.
4E Heilagir staðir
Nokkrir landnemar eru að grafa eftir málmi í
fjöllunum þar sem þið teljið að andar forfeðra
ykkar séu á sveimi. Þessir staðir eru ykkur
heilagir. Í mótmælaskyni hafið þið ráðist á
suma þeirra sem vinna við námugröftinn.
4L Heilagir staðir
Þið hafið fundið dýrmæta málma í fjöllunum.
Þið getið selt kaupmönnum í heimalandi ykk-
ar þessa málma. Svo virðist sem eyjarskeggjar
líti á fjöllin sem heilaga staði en ykkur finnst
það hjátrú ein. Þeir hafa ráðist á mennina sem
vinna við námugröftinn.
5E Menntun
Nokkrir landnemanna hafa stofnað skóla og
boðið börnunum ykkar að koma og læra að
lesa og skrifa.
5L Menntun
Nokkrir landnemanna hafa stofnað skóla. Þeir
hafa boðið eyjarskeggjum að senda börnin sín
í skólann.
1...,76,77,78,79,80,81,82,83,84,85 87,88,89,90,91,92,93,94,95,96,...212
Powered by FlippingBook