Lifað í lýðræði - page 96

94
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Kennslustundin
Kennslustundin hefst með því að kennarinn útskýrir fyrir nemendum að þeir eigi að beita sex-
þrepa aðferðinni við að leysa ágreining við ýmsar aðstæður.
Nemendum er skipt í fjögurra eða fimm manna hópa og hver hópur fær afhent eintak af dreifiblaði
4.2. Hver hópur tekur fyrir eitt ágreiningsmál þannig að fleiri en einn hópur vinnur að sama máli.
Nemendur nota einnig dreifiblað 4.1 sem er með yfirskriftinni „Sex-þrepa aðferð við lausn ágrein-
ingsmála“. Þegar hóparnir hafa lokið störfum kynnir talsmaður hvers hóps sex þrepin hans fyrir
bekknum. Fyrst skal fjalla um „ágreining 1“ og síðan um „ágreining 2“:
Að kynningum loknum stýrir kennarinn umræðum um lausnirnar og spyr eftirfarandi spurninga:
• Skiljum við „þarfirnar“ og „skilgreininguna á vandamálinu“? Er einhverjum spurningum
ósvarað?
• Gætum við fundið aðrar lausnir sem við teldum að væru betri til lengri tíma litið?
Í næsta skrefi segir kennarinn nemendum að taka fyrir ágreining sem upp hefur komið í skólanum
eða er stöðugt til staðar í skólanum, meðal bekkjarfélaganna, í landinu o.s.frv. Þeir eru beðnir að
velja eitt eða fleiri mál (fer eftir tíma sem er til aflögu) og að velta fyrir sér hugsanlegum lausnum
þar sem báðir deiluaðilar standa uppi sem sigurvegarar.
Noti kennarinn dæmin tvö til að kynna nemendum ýmsar sáttaumleitanir getur hann kynnt þeim
stuttlega hvernig dómskerfið í landinu tekur á ágreiningsmálum, t.d. með sáttaumleitunum, þeim
möguleika að fara með deilumál fyrir dóm o.s.frv. Í stað umræðna um þessi ágreiningsmál með
sex-þrepa aðferðinni má einnig fara í hlutverkaleik.
Ef það er gert á einn nemandi að leika aðila A, annar aðila B og sá þriðji tæki að sér hlutverk
sáttasemjara. Síðan getur kennarinn beðið hvern hóp að greina frá sinni lausn á ágreiningnum.
Ræða má um ýmsar lausnir og einnig það ferli að komast að niðurstöðu. Það getur verið tímafrekt
að bæta þessum atriðum við og ef til vill þarf að taka þau til umfjöllunar utan skólatíma eða í
aukatímum.
1...,86,87,88,89,90,91,92,93,94,95 97,98,99,100,101,102,103,104,105,106,...212
Powered by FlippingBook