Lifað í lýðræði - page 100

98
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Kennslustundin
Nemendum er skipt í fjögurra eða fimm manna hópa. Einhver nemendanna eða kennarinn kynnir
dæmi 1 á dreifiblaði 4.4.
Of erfitt kann að vera að taka öll dæmin fjögur fyrir í einni kennslustund. Kennarinn gæti því látið
hvern hóp fá sitt dæmi, valið aðeins tvö af þessum fjórum dæmum eða boðið upp á aukatíma.
Verkefni hópanna er að ræða um dæmið, nota spurningarnar á spjaldinu og kynna síðan niður-
stöðu sína munnlega. Kennarinn verður að hafa í huga að grundvallarspurningin sem fyrir liggur
er að hve miklu leyti það skuli vera ásættanlegt að beita ofbeldi. Þegar hóparnir hafa lokið máli
sínu getur kennarinn bætt við einhverjum upplýsingum sem tengjast málinu áður en næsta dæmi
er tekið fyrir.
Dæmasafn kennarans, spurningar og nánari upplýsingar
Dæmi 1
Við mótmæli gegn hnattvæðingu tekur fámennur hópur mótmælenda upp á því að kasta grjóti í
aðalbyggingu þekkts alþjóðlegs fyrirtækis. Lögreglumenn á staðnum sjá hvað er að gerast og reyna
að handtaka sökudólgana. Í hita leiksins verður einn lögregluþjónninn fyrir barðinu á fólkinu sem
stendur að grjótkastinu og hlýtur alvarlega áverka.
Spurningar:
1. Væri ásættanlegt að lögreglan beitti skotvopnum til að yfirbuga fólkið?
2. Væri ásættanlegt að lögreglan notaði vélbyssur? (Það væri hraðvirkara en ylli örugglega
meira mannfalli.)
3. Væri ásættanlegt að lögreglumennirnir biðu þar til þeir gætu skorist í leikinn með því að
sprauta vatni á fólkið?
4. Væri ásættanlegt að lögreglan beitti ekki valdi við þessar aðstæður til að forðast að upp úr syði?
Upplýsingar
Samkvæmt alþjóðlegum reglum er lögreglunni heimilt að beita valdi við tilteknar aðstæður. Að-
eins skal grípa inn í aðstæður með valdbeitingu ef nauðsyn ber til og skal það gert í samræmi við
markmið inngripsins. Fái lögreglumaður skipun frá yfirmanni sínum um að grípa inn í atburðarás
á einhvern þann hátt sem brýtur í bága við þessa reglu kveða alþjóðlegar reglur á um að hann eða
hún skuli neita að framfylgja skipuninni.
Dæmi 2
X-land lýsir stríði á hendur Y-landi því að augljóst er að Y verndar og jafnvel fjármagnar upp-
reisnarhópa sem vinna gegn X innan landamæra Y. Leyniþjónusta X uppgötvar í hvaða þorpi hópur
vel þjálfaðra og vopnaðra uppreisnarmanna dvelur og kemst að því að þeir eru að undirbúa meiri
háttar sprengjuárás á mikilvægt iðnaðarsvæði.
Spurningar:
1. Væri ásættanlegt að X-land varpaði sprengjum í stórum stíl á þorpið en gætti þess þó að
fáeinir, þar á meðal íbúar þorpsins, kæmust lífs af?
2. Væri þetta ásættanlegt eftir að uppreisnarmennirnir hefðu fengið afdráttarlausa beiðni um
að draga sig í hlé og þorpsbúar hefðu fengið viðvörun og skýr fyrirmæli um að fjölmenna á
íþróttavöllinn þar sem þeim yrði hleypt inn eftir vopnaleit?
3. Væri ásættanlegt að grípa ekki inn í atburðarásina með valdi? Hvaða aðra kosti getið þið nefnt?
1...,90,91,92,93,94,95,96,97,98,99 101,102,103,104,105,106,107,108,109,110,...212
Powered by FlippingBook