Lifað í lýðræði - page 98

96
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Kennslustundin
Vinnuhópar (fjórir eða fimm nemendur í hverjum hópi) fá í hendur dæmi um mannréttindi sem
stangast á (dreifiblað 4.3, „Fimm dæmi um mannréttindi sem stangast á“), stóra pappírsörk og
merkipenna.
Í fyrstu er nemendum gefinn kostur á að ræða hvaða mannréttindi ágreiningurinn snýst um. Af-
henda má nemendum lista yfir mannréttindi (dreifiblað 5.2) áður en umræðurnar hefjast. Þegar
þeir eru orðnir sammála um hvaða réttindi það eru sem stangast á eiga þeir að skipta pappírsörk-
inni niður í reiti eins og sjá má hér fyrir neðan. Kennarinn gæti notað töfluna og skrifað umrædd
réttindi í efsta reitinn.
Tilvik nr.
Umrædd mannréttindi
Lausn
Hvers vegna?
Næsta verkefni er að fram fari opin umræða um það hvernig nemendur telji að leysa megi málið.
Þeir færa rök fyrir niðurstöðu sinni og skrifa þau á blaðið.
Hver hópur er síðan beðinn að velja sér talsmann sem kynnir niðurstöður hópsins fyrir bekknum.
Kennarinn getur spurt nemendur álits um viðkomandi niðurstöður og hvort þeir séu sammála eða
ósammála hugmyndum hópsins.
1...,88,89,90,91,92,93,94,95,96,97 99,100,101,102,103,104,105,106,107,108,...212
Powered by FlippingBook