Lifað í lýðræði - page 107

105
............................................................................................................................................................................................................................................................................
4. kafli – Ágreiningur
Dreifiblað 4.3
Fimm dæmi um mannréttindi sem stangast á
Dæmi 1
Max er átta ára strákur sem lenti í alvarlegu slysi og þarf nauðsynlega á blóðgjöf að halda á
sjúkrahúsi. En faðir hans bannar það af trúarástæðum. Móðir hans og læknarnir vilja bjarga lífi
drengsins.
Dæmi 2
Á sjúkrahúsi eru aðeins fáeinir aðilar að störfum á bráðamóttökunni. Kvöldið hefur verið annasamt
og það er aðeins aðstaða til að taka við einum sjúklingi í viðbót sem þarfnast bráðameðferðar. Þar
sem líf tveggja einstaklinga er í hættu þurfa læknarnir að taka ákvörðun um hvort veita eigi ungu
barni eða virtum kaupsýslumanni meðferð.
Dæmi 3
Gunnar er mikilsvirtur félagi í stjórnmálaflokki sem leggur mikla áherslu á fjölskyldugildi. Blaða-
maður sem kemur á flokksskrifstofuna finnur af tilviljun nokkur persónuleg bréf frá X og af þeim
getur hann dregið þá óvefengjanlegu ályktun að Gunnar haldi fram hjá konunni sinni. Blaðamað-
urinn birtir þessa frétt.
Dæmi 4
Youtchou á heima í þriðja heims landi. Hann er fátækur og getur aðeins uppfyllt grunnþarfir sínar
en ekkert meir. Hann langar til að hefja nám en sér engin ráð til þess. Land hans getur ekki veitt
honum það sem til þarf þar sem efnahagsástand þar er mjög slæmt og nota þarf allt sem aflögu er
til að sinna grunnþörfum íbúanna.
Dæmi 5
Sveitarstjórnin ætlar að reisa nýjan skóla á svæði sem er einn af fáum stöðum þar sem börn geta
leikið sér.
1...,97,98,99,100,101,102,103,104,105,106 108,109,110,111,112,113,114,115,116,117,...212
Powered by FlippingBook