Lifað í lýðræði - page 114

112
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
5. KAFLI Réttindi, frelsi og ábyrgð
Hver eru réttindi okkar og hvernig eru þau varin?
Mannréttindi snúast annars vegar um þroska mannsins, það er hvernig honum er unnt að njóta
hæfileika sinna til fulls í samfélagi við meðborgara sína. Hins vegar lýsa mannréttindi skyldum
þjóðríkisins við einstaklingana. Meðal mikilvægra samninga um mannréttindi eru Mannréttinda-
yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, Mannréttindasáttmáli Evrópu og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóð-
anna. Hefð er fyrir því að skipta mannréttindum í flokka – borgaraleg, stjórnmálaleg, félagsleg,
efnahagsleg og menningarleg réttindi. Þessir flokkar eru oft tengdir þróunaráföngum í sögu mann-
réttinda og þannig litið á borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem „fyrstu kynslóðina“. Henni
hafi fylgt félagsleg og efnahagsleg réttindi, „önnur kynslóðin“, og loks eru menningarleg réttindi
og rétturinn til þróunar talin til „þriðju kynslóðar“. Hvað sem líður allri flokkun réttinda er það
markmið MLB/MRM að efla sameiginlegan skilning á mannréttindum. Sama áhersla er lögð á alla
flokka: borgaraleg, stjórnmálaleg, félagsleg, efnahagsleg og menningarleg réttindi. Þannig er MLB/
MRM ætlað að sporna gegn þeirri gömlu tilhneigingu að telja sum réttindi mikilvægari en önnur.
Hefð hefur verið fyrir því að tengja mannréttindi ríkinu og tengslum þess við einstaklinginn en í
MLB/MRM hefur aukin áhersla verið lögð á réttindi hópa og þjóða. Tilraunir til að koma þessum
hugmyndum að í MLB/MRM eru mikilvægar fyrir þróun mannréttindanna sjálfra og fyrir þróun
nærsamfélaga, þjóðfélaga og samfélaga þjóða.
18
Mannréttindi eru grundvölluð á þremur þáttum: rétthafa, inntaki réttindanna (það sem rétthafinn
getur krafist) og handhafa skyldunnar (einstaklingurinn eða stofnunin sem skylt er að verða við
kröfunni). Skyldur eru yfirleitt greindar í þrennt:
• Að virða er það að forðast að svipta einstaklinga, beint eða óbeint, réttindum sínum, þar á
meðal að forðast að koma á fót stofnanakerfi sem gæti svipt fólk réttindum sínum eða hvatt
aðra til hins sama.
• Að verja er að knýja á um þessa virðingu; að hindra þá sem reyna að svipta aðra réttindum
– hvort sem um er að ræða opinbera starfsmenn, alþjóðlegar stofnanir, einkafyrirtæki, ráða-
menn í samfélaginu, sjálfskipaða löggæslumenn eða ættingja – í að gera það.
• Að uppfylla er að aðstoða þá sem sviptir eru réttindum – þar á meðal þá sem maður ber
sérstaka ábyrgð á, þá sem hafa verið sviptir réttindum vegna þess að brugðist hefur að þau
hafi verið virt og varin, og þá sem eru fórnarlömb náttúruhamfara. Þessi aðstoð getur falist í
lagalegum, fjárhagslegum og réttarfarslegum aðgerðum og öðrum aðgerðum sem tryggja að
réttindi séu svo vel varin sem kostur er.
19
Frelsi, sem varið er eins og mannréttindi, er frelsi til hugsana, skoðana og tjáningar, trúfrelsi og
frelsi til trúariðkunar, ferðafrelsi innanlands og rétturinn til að koma saman með friðsömum hætti
og mynda félög með öðrum. Önnur borgaraleg réttindi vernda einkalíf einstaklingsins, fjölskyldulíf
og réttinn til jöfnuðar fyrir lögunum.
20
Mannréttindum fylgir að sjálfsögðu ábyrgð. Svo að verja megi hver og ein réttindi fylgir þeim
samsvarandi ábyrgð, bæði þegnanna og ríkisins. Öllum einstaklingum ber siðferðileg skylda til að
virða mannlega reisn annarra. Stjórnvöld taka ekki eingöngu á sig siðferðilega skyldu með því að
undirrita alþjóðlega samninga og hlíta eigin stjórnarskrá, heldur einnig lagalega skyldu.
18. Úr „A glossary of terms for education for democratic citizenship“, Karen O’Shea, Council of Europe, DGIV/EDU/CIT
(2003) 29
19. Byggt á „Duties sans Frontières. Human rights and global social justice“, International Council of Human Rights
Policy.
20. Sama rit.
1...,104,105,106,107,108,109,110,111,112,113 115,116,117,118,119,120,121,122,123,124,...212
Powered by FlippingBook