Lifað í lýðræði - page 104

102
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Hvernig vernda AML börn?
AML leggja bann við árásum á óbreytta borgara og kveða á um sérstaka vernd börnum til handa.
Allir almennir borgarar skulu njóta verndar gegn lífláti, pyntingum, ránum og gripdeildum,
hefndaraðgerðum, eyðileggingu eigna og gíslatöku. Virða skal heiður þeirra, fjölskylduréttindi,
trúarbrögð og trúariðkun. Hernámsaðilum ber að leyfa frjálsan flutning á nauðsynlegum mat-
vælum, lyfjum og sjúkragögnum, og að koma upp sjúkrahúsi og vernduðum svæðum fyrir særða,
veika og aldraða, og fyrir börn, þungaðar konur og sængurkonur. Sérstök ákvæði gilda einnig um
þarfir barna sem hafa orðið viðskila við fjölskyldu sína, sálfélagslegar þarfir þeirra og samskipti
við fjölskyldu.
Gera skal ráðstafanir vegna barna undir fimmtán ára aldri sem eru munaðarlaus eða hafa orðið
viðskila við fjölskyldur sínar. Þeim skal gert kleift að iðka trú sína og stunda nám.
Er það brot á AML ef almennir borgarar láta lífið í stríði?
Meginmarkmið AML er að vernda almenna borgara. Samkvæmt fjórða Genfarsamningnum ber að
vernda almenna borgara gegn lífláti og gera þeim kleift að lifa eins eðlilegu lífi og unnt er örygg-
isins vegna. Í 1. viðbótarbókun frá 1977 er nánar kveðið á um aukna vernd almennra borgara í
alþjóðlegum stríðsátökum. Þó að 1. bókun hafi verið undirrituð í Bandaríkjunum hefur hún ekki
enn verið fullgilt þar. Þrátt fyrir það hafa Bandaríkin gefið til kynna að þau muni hlíta þessum
ákvæðum, sem eru af mörgum talin vera samsteypa almennt viðurkenndra réttarvenja sem mótaðar
hafa verið í gegnum aldirnar.
Grundvallarreglan um greinarmun er sett fram í 48. grein 1. bókunar, en þar segir: „Til þess að
tryggja virðingu og vernd gagnvart almenningi og borgaralegum eignum skulu aðilar átakanna
ávallt gera greinarmun á almenningi og hermönnum, svo og á borgaralegum eignum og hernað-
arlegum skotmörkum, og skulu í samræmi við það beina aðgerðum sínum að hernaðarlegum skot-
mörkum eingöngu.“ Auk þess sem beinar árásir eru bannaðar, þá banna AML einnig árásir á al-
menna borgara. Slíkt getur til dæmis átt sér stað þegar liðsmenn herja gera árás á hernaðarskotmörk
án þess að gæta að víðtækum neikvæðum afleiðingum þess fyrir almenning (41. grein 1. bókunar).
Þó eru ekki öll dauðsföll almennra borgara ólögleg á stríðstímum. AML lýsa ekki vopnuð átök
ólögleg, en leitast þess í stað við að koma á samræmi milli viðurkennds lagaréttar þjóðar til að
ráðast á lögleg hernaðarskotmörk í stríði og réttar almennings á því að njóta verndar gegn áhrif-
um ófriðar. Vegna þess hvers eðlis stríðsátök eru gera AML með öðrum orðum ráð fyrir tilteknum
„fylgiskaða“ sem veldur stundum, því miður, mannfalli meðal almennra borgara.
1...,94,95,96,97,98,99,100,101,102,103 105,106,107,108,109,110,111,112,113,114,...212
Powered by FlippingBook