Lifað í lýðræði - page 99

97
............................................................................................................................................................................................................................................................................
4. kafli – Ágreiningur
4. kennslustund
Beiting ofbeldis
Er ásættanlegt að ofbeldi sé beitt í sumum tilvikum?
Markmið
Að þróa gagnrýna hugsun um mannlega hegðun og hvort líðandi sé að beita ofbeldi.
Verkefni nemenda
Ígrunda beitingu ofbeldis og mannlega hegðun.
Gögn
Spjöld eða pappírsræmur með dæmum af dreifiblaði 4.4 fyrir hvern hóp.
(Kennarinn þarf að hafa innsýn í hvernig dómskerfið í landinu tekur á ágreiningsmálum.)
Aðferðir
Vinna í litlum hópum.
Gagnrýnin hugsun.
Ábending
Þó að allir vilji að friður ríki í heiminum geta hvorki alþjóðleg lög um mannréttindi né alþjóðleg
mannúðarlög komið að fullu í veg fyrir að ofbeldi sé beitt. Í þessari kennslustund er ætlunin að fá
nemendur til að velta fyrir sér á gagnrýninn hátt hvort réttmætt sé að beita ofbeldi í vissum tilvik-
um. Nemendur eru beðnir að íhuga eigin hegðun með tilliti til ofbeldis sem annaðhvort þeir sjálfir
hafa beitt eða einhverjir í kringum þá.
1...,89,90,91,92,93,94,95,96,97,98 100,101,102,103,104,105,106,107,108,109,...212
Powered by FlippingBook