Lifað í lýðræði - page 108

106
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Dreifiblað 4.4
Er ofbeldi ásættanlegt í sumum tilvikum?
Dæmi 1
Við mótmæli gegn hnattvæðingu tekur fámennur hópur mótmælenda upp á því að kasta grjóti í
aðalbyggingu þekkts alþjóðlegs fyrirtækis. Lögreglumenn sem eru á staðnum sjá hvað er að gerast
og reyna að handtaka sökudólgana. Í hita leiksins verður einn lögregluþjónninn fyrir barðinu á
fólkinu sem stendur að grjótkastinu og hlýtur alvarlega áverka.
Spurningar:
1. Væri ásættanlegt að lögreglan beitti skotvopnum til að yfirbuga fólkið?
2. Væri ásættanlegt að lögreglan notaði vélbyssur? (Slíkt inngrip væri hraðvirkara en ylli ör-
ugglega meira mannfalli.)
3. Væri ásættanlegt að lögreglumennirnir biðu þar til þeir gætu skorist í leikinn með því að
sprauta vatni á fólkið?
4. Væri ásættanlegt að lögreglan beitti ekki valdi við þessar aðstæður til að forðast að upp úr syði?
Dæmi 2
X-land lýsir stríði á hendur Y-landi því að augljóst er að Y verndar og jafnvel fjármagnar upp-
reisnarhópa sem vinna gegn X innan landamæra Y. Leyniþjónusta X uppgötvar í hvaða þorpi hópur
vel þjálfaðra og vopnaðra uppreisnarmanna dvelur og kemst að því að þeir eru að undirbúa meiri
háttar sprengjuárás á mikilvægt iðnaðarsvæði.
Spurningar:
1. Væri ásættanlegt að X-land varpaði sprengjum í stórum stíl á þorpið en gætti þess jafnframt
að fáeinir aðilar, þar á meðal íbúar þorpsins, kæmust lífs af?
2. Væri þetta ásættanlegt eftir að uppreisnarmennirnir hefðu fengið afdráttarlausa beiðni um
að draga sig í hlé og þorpsbúar hefðu fengið viðvörun og skýr fyrirmæli um að fjölmenna á
íþróttavöllinn þar sem þeim yrði hleypt inn eftir vopnaleit?
3. Væri ásættanlegt að grípa ekki inn í atburðarásina með valdi? Hvaða aðra kosti getið þið nefnt?
Dæmi 3
X, ungur maður sem starfar sem tæknimaður á sjúkrahúsi, gengur iðulega í skrokk á konunni sinni
þegar hann kemur drukkinn heim. Konan hans tilkynnti einu sinni lögreglunni um barsmíðar eig-
inmannsins, sem hafa stundum alvarlegar afleiðingar. Nágrannakona þeirra, sem komst af tilviljun
að þessu, getur nú gert sér í hugarlund hvað gengur á hjá nágrönnunum þegar hún heyrir hróp
þeirra og köll.
Spurningar:
1. Ætti nágrannakonan að hafa samband við lögregluna í slíkum tilvikum eða flokkast það
undir óviðeigandi afskipti af einkalífi nágrannanna?
2. Ætti lögreglan að hafa afskipti af málum þegar hún fær tilkynningar frá einhverjum um
grunsamlegt athæfi?
1...,98,99,100,101,102,103,104,105,106,107 109,110,111,112,113,114,115,116,117,118,...212
Powered by FlippingBook