Lifað í lýðræði - page 118

116
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Kennslustundin
Kennarinn byrjar á því að upplýsa nemendur um skipulag kennslustundarinnar en ætti að forðast
að lýsa meginviðfangsefninu nákvæmlega. Nemendur byrja á því að spyrja sjálfa sig og hverjir
aðra um eigin óskir og þarfir – síðar í kennslustundinni komast þeir að því að margt af því telst
til mannréttinda. Eftir innganginn (eina eða tvær mínútur) er nemendum síðan skipt í fjögurra til
fimm manna hópa og þeim afhent verkefnin í tveimur áföngum. Fyrst útskýrir kennarinn verkefni
1 og gerir hverjum hóp grein fyrir næsta skrefi þegar hann hefur lokið því. Þannig er komið til
móts við breytilegan námshraða.
• Verkefni 1: Dreifiblað 5.1, Óskir, þarfir og réttindi. Hóparnir búa til lista yfir „efnislegar“ ósk-
ir sínar (t.d. „góð máltíð“) í vinstri dálki vinnublaðsins og bæta við að minnsta kosti þremur
„óáþreifanlegum“ óskum (t.d. „að vera elskuð“). Síðan íhuga þeir þarfirnar sem þessar óskir
tengjast og skrifa þær í miðdálkinn.
• Verkefni 2: Kennarinn afhendir hópunum sem hafa lokið verkefni 1 eitt eintak af dreifiblaði
5.2, Listi yfir mannréttindi, og biður þá að skrifa samsvarandi réttindi í síðasta dálkinn (t.d.
„réttur á mat“, „réttur til að sæta ekki mismunun“).
• Verkefni 3: Hópar sem hafa verið fljótir geta byrjað að undirbúa mannréttindaveggspjald
með því að velja eina þörfina og samsvarandi réttindi. Þeir þurfa að ræða merkingu hugtaks-
ins og skoða það út frá listrænu sjónarmiði og síðan gera þeir drög að veggspjaldi.
Þegar hópvinnunni lýkur getur kennarinn skrifað hugmyndir hópanna á töfluna. Hann setur upp
þrjá dálka og biður einn fulltrúa hvers hóps að koma með ósk, þörf og samsvarandi réttindi. Svona
er haldið áfram þar til komnar eru allt að tíu óskir, þarfir og réttindi á töfluna (best er að nota
flettitöflu því að þá er hægt að festa blöðin á veggi skólastofunnar til að minna hópana á umræð-
urnar).
Þá stýrir kennarinn stuttum hópumræðum og leggur eftirfarandi atriði til grundvallar:
• „Þið hafið komist að því að óskir ykkar og þarfir samsvara hugmyndunum í Mannréttinda-
sáttmálanum. Þetta þarf að útskýra!“
• „Sum réttindi í Mannréttindasáttmálanum hafa ekki verið til umræðu hjá okkur. Kannski eru
þau ekki mikilvæg eða ef til vill falla þau undir önnur réttindi. Hvað sýnist ykkur?“
• „Skoðið þennan lista yfir mannréttindi. Ef þið veltið fyrir ykkur hvað þið þurfið til að lifa
sómasamlegu lífi eða hverjar þarfir fólks í öðrum landshlutum, löndum eða heimsálfum eru,
hvað vantar þá? Hvaða mannréttindum mynduð þið bæta við?“
Kennarinn lýkur umræðunum með því að benda nemendum á að ekki sé eining um það í heiminum
í hverju mannréttindi skuli helst felast. Ein niðurstaðan er þessi: „Mannréttindi eru nauðsynleg ef
allir eiga að fá að lifa með reisn.“ Kennarinn biður nemendur síðan að velta fyrir sér fleiri niður-
stöðum en þessari. Þetta gæti verið heimaverkefni. Ef mögulegt er ættu nemendur næstu daga að
bæta hugmyndum sínum við þær sem fyrir eru á blöðunum sem fest hafa verið á veggina. Þannig
getur ferlið haldið áfram.
Viðbótarverkefni gæti verið að biðja nemendur að útbúa veggspjöld um mannréttindi og nota til
þess úrklippur úr dagblöðum og tímaritum eða eigin teikningar og myndir. Spjöldin má hafa til
skrauts í skólastofunni og einnig mætti halda sýningu á þeim.
Kennarinn tekur að síðustu saman hugmyndir og markmið kennslustundarinnar í stuttu máli. Hann
gæti jafnvel útskýrt aðleiðsluaðferðina sem var notuð: það er, að byrja á því að kanna persónulega
reynslu og hugmyndir og enda á að útskýra hugtakið eða kenninguna.
1...,108,109,110,111,112,113,114,115,116,117 119,120,121,122,123,124,125,126,127,128,...212
Powered by FlippingBook