Lifað í lýðræði - page 127

125
..............................................................................................................................................................................................................................................
5. kafli – Réttindi, frelsi og ábyrgð
Kennslustundin
Kennarinn byrjar á því að útskýra fyrir nemendum að tilgangur spurningakeppninnar sé ekki að
prófa þekkingu þeirra heldur auka skilning þeirra á mannréttindum með leik.
Nemendur búa spjöldin til sjálfir með því að klippa út miðana með spurningum og svörum. Þeir
líma síðan bakhliðarnar saman til að hafa spurningar og svör á sama spjaldi.
Nemendur setjast síðan saman í litlum hópum (eða tveir og tveir) og spyrja hver annan spurninga.
Hver hópur nemenda fær síðan spjaldabunkann. Við hverri spurningu eru þrjú möguleg svör, A, B
eða C. Nemendur velja það sem þeir telja rétta svarið við hverri spurningu. Bent skal á að stundum
geta réttu svörin verið fleiri en eitt því að mannréttindi eru lifandi hugtak í stöðugri þróun og það
gefur tilefni til mismunandi túlkunar.
Ráðlegt er að ræða svörin af og til við allan bekkinn. Því verður þessi kennslustund ekki einföld
spurningakeppni sem byggð er á þekkingu. En mikilvægt er að vera búinn undir almenna umræðu
með því að tileinka sér einnig staðreyndir um mannréttindi.
Spurningar og svör
Sjá einnig dreifiblað 5.5. Kennarinn eða hópur nemenda útbýr nægan fjölda spjaldabunka með því
að klippa út miðana með spurningum og svörum, brjóta þá saman og líma.
Barnavinna 17 ára og yngri:
A. Er alltaf brot á réttindum barnsins.
B. Er brot á réttindum barnsins ef vinnan er skaðleg.
C. Er í lagi ef stjórnvöld hafa ákveðið að lágmarks-
vinnualdur sé undir 17.
Barnavinna 17 ára og yngri:
C er rétt. Barnasáttmálinn bannar barnavinnu ef
hún er hættuleg eða telst vera einhvers konar mis-
neyting en leyfir stjórnvöldum að ákveða upp að
hvaða aldri bannið skuli gilda. Mikill þrýstingur er
á að settar verði strangari skorður við vinnu barna.
Samkvæmt alþjóðlegum samningum sem tengjast
réttinum á vatni:
A. Eru stjórnvöld skyldug til að sjá þegnunum fyrir
hreinu og heilnæmu vatni.
B. Mega stjórnvöld ekki gera upp á milli þegnanna
hvað varðar útvegun vatns.
C. Mega stjórnvöld ekki neita þegnunum um aðgang
að vatni.
Samkvæmt alþjóðlegum samningum sem tengj-
ast réttinum á vatni:
Samkvæmt túlkun efnahags- og félagsmálanefnd-
ar SÞ eru svör B og C rétt en A ekki. Stjórnvöld eiga
að stefna að því að rétturinn til vatns sé uppfylltur
en þegnarnir geta ekki krafist hans sem slíks.
Dauðarefsing:
A. Er almennt bönnuð um heim allan.
B. Hefur verið afnumin með lögum eða lagafram-
kvæmd í meira en helmingi allra landa.
C. Er ekki leyfð þegar í hlut eiga ungmenni undir
átján ára aldri.
Dauðarefsing:
Svör B og C eru rétt en A ekki. Dauðarefsing er
ekki afdráttarlaust bönnuð í samningum SÞ og
ekki heldur í Mannréttindasáttmála Evrópu, en í
hvorum tveggja er hún bönnuð í valfrjálsri bókun.
Bókun 6 (afnám dauðarefsingar á friðartímum) og
Bókun 13 (undantekningarlaust afnám dauðarefs-
ingar) við Mannréttindasáttmála Evrópu hafa báð-
ar verið undirritaðar og/eða fullgiltar í mörgum
ríkjum.
1...,117,118,119,120,121,122,123,124,125,126 128,129,130,131,132,133,134,135,136,137,...212
Powered by FlippingBook