Lifað í lýðræði - page 137

135
..............................................................................................................................................................................................................................................
5. kafli – Réttindi, frelsi og ábyrgð
Trúfrelsi:
A. Er ekki hægt að neita fólki um vegna þess að það
tilheyri trúfélagi minnihlutahóps.
B. Skuldbindur ríki til að viðurkenna trúarbrögð og
styrkja þau fjárhagslega.
C. Má ekki takmarka á neinn hátt af hálfu ríkis.
Trúfrelsi:
A er rétt. Ríki eru skyldug til að virða trúfrelsi en þeim
ber ekki skylda til að styðja nein trúarbrögð fjárhags-
lega eða á annan hátt. Ríki geta takmarkað trúfrelsi, til
dæmis ef trúin stríðir gegn grundvallarmannréttind-
um.
Eignarrétturinn:
A. Merkir ekki að stjórnvöld geti ekki tekið eign af
einhverjum ef almannahagsmunir eru í húfi.
B. Brotið er gegn eignarréttinum ef heilt þorp er lagt í
eyði, án sanngjarnra bóta, til að byggja þar vatnsorkuver.
C. Leyfir manni að líta á verðmæti sem hann hefur
stolið sem sína eign.
Eignarrétturinn:
Svör A og B eru rétt. C er greinilega rangt.
Kosningar:
A. Allir þegnar mega kjósa, jafnvel þótt þeir hafi misst
borgaraleg réttindi sökum glæpsamlegrar háttsemi.
B. Tvö atkvæði á mann mega gilda fyrir þá kjósendur
sem eru atvinnurekendur.
C. Kosningarnar verða að vera leynilegar.
Kosningar:
Aðeins C er rétt. Ríki getur hindrað að einstaklingar
sem hafa misst borgaraleg réttindi sín fái að kjósa.
Jöfn réttindi til handa öllum sem hafa kosningarétt
eru alþjóðleg regla.
Tjáningarfrelsi:
A. Má takmarka til að verjast ófrægingu.
B. Er ekki hægt að takmarka af almennum siðgæðisá-
stæðum.
C. Má takmarka til að koma í veg fyrir trúarlega fordóma.
Tjáningarfrelsi:
Svör A og C eru rétt. Tjáningarfrelsi má, undir vissum
kringumstæðum, takmarka vegna almenns siðgæðis, til
að koma í veg fyrir glæpi, til að vernda heilbrigði eða
til varnar ófrægingu, ef svo er mælt fyrir um í lögum.
Rétturinn til vinnu:
A. Skuldbindur ríki til að sjá öllum þegnunum fyrir
störfum.
B. Merkir að engan má reka að geðþótta.
C. Merkir ekki að stjórnvöld verði að reyna að tryggja
fulla atvinnu.
Rétturinn til vinnu:
Aðeins B er rétt. Í Evrópu ber ríkjum að reyna að
tryggja fulla atvinnu en ekki er kveðið á um þetta í
samningum SÞ.
Rétturinn á heilsusamlegu umhverfi:
A. Bannar ríkjum að losa eitraðan úrgang sem spillir
jarðveginum til frambúðar.
B. Merkir að vernda skuli menn, dýr og gróður.
C. Hefur ekki enn verið staðfestur sem almennur réttur.
Rétturinn á heilsusamlegu umhverfi:
C er rétt, þó að rétturinn til heilbrigðis verndi menn
gegn skaða sem rekja má beint til mengunar. Í þeim
tilvikum eru aðeins menn almennt verndaðir, ekki dýr
eða gróður. Mannréttindasáttmáli Afríku og Sáttmáli
Evrópusambandsins um grundvallarréttindi, sem ekki
hafa almennt gildi, kveða að vissu leyti á um rétt til
heilsusamlegs umhverfis.
Samkvæmt réttinum til menntunar:
A. Má ekki innheimta skólagjöld fyrir grunnskólabörn,
aðeins má krefjast gjalds fyrir ferðir í og úr skóla og
námsbækur.
B. Er ríkið skyldugt til að reyna að hjálpa sem allra
flestum nemendum að ná góðum árangri í námi.
C. Eiga ríki að gefa öllum nemendum jöfn tækifæri til
menntunar.
Samkvæmt réttinum til menntunar:
Er B og C rétt (kveðið er á um þessar skyldur í
Barnasáttmálanum). Meginreglan er að grunnskóla-
menntun verði að vera ókeypis, og þar er ekki einung-
is átt við skólagjöld, heldur annan óbeinan kostnað
sem tengist nauðsynlegu skólastarfi.
1...,127,128,129,130,131,132,133,134,135,136 138,139,140,141,142,143,144,145,146,147,...212
Powered by FlippingBook