Lifað í lýðræði - page 147

145
......................................................................................................................................................................................................................................................................................
6. kafli – Ábyrgð
Kennslustundin
Kennari kynnir söguna „Vandamál Schmitts“ og biður nemendur að vinna tveir og tveir saman og
íhuga hvort Schmitt eigi að brjóta lögin og stela peningunum eða ekki. Kennarinn skrifar ólíkar
skoðanir á þessu á töfluna.
Hann biður nemendur að velja skoðun sem þeir fylgja og styðja hana skriflegum rökum.
• Schmitt ætti að stela peningunum því að …
• Schmitt ætti ekki að stela peningunum því að …
Kennarinn skrifar mismunandi rök nemendanna á töfluna. Til dæmis:
„Hann ætti að stela peningunum því að líf dóttur hans er mikilvægara en lögin sem banna
þjófnað.“
„Hann ætti ekki að stela peningunum því að það gæti komist upp um hann.“ Eða:
„Hann ætti ekki að stela því að það er rangt að brjóta lög.“
Rökin eru síðan rædd í kennslustundinni. Af hverju eru þau ólík? Eru sum rök betri en önnur?
Kennarinn biður nemendur síðan að ljúka þessari setningu:
„Yfirleitt er rangt að brjóta lögin því að …“
Einnig getur kennarinn beðið nemendur að finna eins margar ástæður og þeir geta fyrir því að
rangt sé að brjóta lög. Búast má við ólíkum svörum við þessu, þar á meðal eftirfarandi:
• „Það er rangt að brjóta lögin því að:
• það gæti komist upp og manni yrði refsað;
• lögin vernda fólk gegn skaða og það er rangt að skaða annað fólk;
• allt færi í vitleysu ef lögin hindruðu fólk ekki;
• lögbrot grafa undan trausti milli fólks;
• þjóðfélagið gengur ekki án laga og reglu, án laga verður algjör óreiða;
• lögbrot eru brot á réttindum einstaklinga, svo sem eignarréttinum eða réttinum til lífs.“
Kennarinn bendir bekknum á að fólk hefur margs konar ástæður fyrir því að hlýða lögunum. Sum-
ar þeirra tengjast eiginhagsmunum, aðrar lýsa umhyggju fyrir öðru fólki, og svo geta þær tengst
umhyggju fyrir heill þjóðfélagsins alls (sjá athugasemd hér á eftir).
Kennarinn getur lýst þessum hugtökum með því að teikna þrjá sammiðja hringi á töfluna, skrifa
„ég“, „aðrir“ og „þjóðfélagið“ inn í hringina og byrja í innsta hringnum. Hinar ólíku ástæður eru
svo skrifaðar á viðeigandi svæði.
Kennarinn áréttar að löghlýðni þurfi ekki endilega að vera einkenni „góðs borgara“. Mörg ódæði
hafa verið framin af fólki sem í rauninni fór að lögum og sagðist aðeins hafa verið að „gera skyldu
sína“. Á hinn bóginn sýnir sagan að stundum getur jafnvel besta fólk þurft að íhuga að brjóta til-
tekin lög af góðri ástæðu frá siðferðilegu sjónarmiði.
Í því skyni að efla skilning nemenda á hinu flókna jafnvægi milli lagalegra skyldna og siðferðilegr-
ar ábyrgðar biður kennarinn síðan nemendur að skrifa sjálfir stuttar sögur þar sem fólk (af góðum
og gildum ástæðum) íhugar að brjóta lögin. Dæmi um þetta geta verið brot á hraðatakmörkunum
í neyð eða að skeyta ekki um lög vegna þess að þau eru slæm eða óréttlát.
1...,137,138,139,140,141,142,143,144,145,146 148,149,150,151,152,153,154,155,156,157,...212
Powered by FlippingBook