Lifað í lýðræði - page 151

149
......................................................................................................................................................................................................................................................................................
6. kafli – Ábyrgð
Athugasemd
Vandamálin sem tilgreind eru í þessum dæmum henta nemendum sem ekki hafa mikla reynslu af
því að ræða pólitísk vandamál. Það er vegna þess að þau eru raunhæf, augljós og fremur auðskilj-
anleg (þó að þau séu samt nokkuð erfið úrlausnar). Eldri eða hæfari bekkir gætu fjallað um flóknari
vandamál, svo sem atvinnuleysi eða kynþáttafordóma, og notað sams konar hugarkort.
4. þrep: Umræður í framhaldi af æfingunni
Í lokaumræðu bekkjarins biður kennarinn nemendur að íhuga hvort fólk taki yfirleitt nægilega
ábyrgð á gerðum sínum. Ef þeir telja að svo sé ekki, hvernig er þá hægt að fá það til að gera
það? Getur fræðsla eitthvað hjálpað til? Eða er nauðsynlegt að setja ný lög eða taka upp harðari
viðurlög? Ef bæjaryfirvöld eða stjórnvöld landsins ættu að axla ábyrgð á tilteknum vandamálum
þarf að spyrja nemendur um mögulegan kostnað og hvernig hann yrði greiddur. Kennarinn gæti
einnig beðið bekkinn að velta fyrir sér stöðu ungmenna þegar glímt er við félagsleg vandamál af
þessu tagi. Ættu þau að vera undanskilin ábyrgð vegna þess að þau eru svo ung? Er rétt að ung-
menni láti hinum eldri eftir að fást við vandamál samfélagsins? Slík álitamál gætu verið ritgerð-
arefni.
Kennarinn útskýrir nauðsyn þess að ráðamenn sveitarfélaga og landsins alls átti sig á vandamálum
um leið og þeirra verður vart. Stjórnmál snúast oft um lausn vandamála sem snerta alla í samfé-
laginu. Þetta merkir ekki að stjórnvöld geti leyst öll vandamál og mörg vandamál yrðu ekki einu
sinni til ef fólk tæki meiri ábyrgð á afleiðingum gerða sinna strax í upphafi.
1...,141,142,143,144,145,146,147,148,149,150 152,153,154,155,156,157,158,159,160,161,...212
Powered by FlippingBook