Lifað í lýðræði - page 142

140
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
6. KAFLI Ábyrgð
Hver er ábyrgð okkar?
Lagaleg ábyrgð
Þegnar allra ríkja eiga að vita hver réttindi þeirra eru að lögum og gera sér grein fyrir lagalegum
skyldum sínum gagnvart ríkinu og samborgurunum. Ábyrgð þegnanna í lýðræðisríkjum er stund-
um lýst sem þremur meginskyldum, það er að kjósa, greiða skatta og hlýða lögunum.
Skyldur fylgja oft réttindum. Til dæmis fylgir sú skylda málfrelsi að veita öðrum sama rétt. Fólk
sem fremur afbrot missir þó ekki endilega réttindin sem það svipti aðra (svo sem þegar um er að
ræða manndráp eða mismunun). Á sama hátt eru fólki oft lagðar skyldur á herðar sem ekki eru
gagnkvæmar, til dæmis gagnvart börnum.
Siðferðileg ábyrgð
Í MLB er mjög mikilvægt að efla hæfni ungmenna til siðferðilegrar hugsunar. Án slíkrar hæfni fæst
ekkert gagnrýnið mat á því hvort lög þjóðfélagsins eða samfélagsgerðin geti talist sanngjörn (rétt-
lát). Þegar nemendur eru fræddir um lög sem snerta þá ætti því að hvetja þá til að líta gagnrýnum
augum á áhrif laganna og tilgang og láta þá velta fyrir sér hvort breyta ætti þeim á einhvern hátt.
Menntun til ábyrgðar
Með því að skoða ástæður þess að fólk beitir sér í þágu samfélagsins eða leggja áherslu á þarf-
ir annars fólks geta kennarar stuðlað að því að nemendur átti sig betur á réttindum og þörfum
annarra. Einnig er mikilvægt að kennarar sýni ábyrgðartilfinningu frammi fyrir nemendum.
Nemendur læra ekki að verða ábyrgir þjóðfélagsþegnar af námi í skólastofunni eingöngu, heldur
einnig með því að fá tækifæri til að læra af reynslunni. Í góðum skólum er því lögð áhersla á að
nemendur taki þátt í skólalífinu og samfélaginu almennt, til dæmis með því að starfa í skólaráði.
Í þessum kafla eiga nemendur að:
• kanna þá ábyrgð sem samfélagið leggur þegnunum á herðar;
• kanna hvers eðlis lagalegar skyldur fólks eru;
• íhuga hvað felst í félagslegri ábyrgð;
• íhuga hvers vegna fólk tekur á sig persónulega ábyrgð í því skyni að breyta samfélaginu.
1...,132,133,134,135,136,137,138,139,140,141 143,144,145,146,147,148,149,150,151,152,...212
Powered by FlippingBook