Lifað í lýðræði - page 145

143
......................................................................................................................................................................................................................................................................................
6. kafli – Ábyrgð
Kennslustundin
Kennarinn kynnir þá hugmynd að allir beri ábyrgð af einhverju tagi og vandamál geti skapast þegar
sumar skyldur eru teknar fram yfir aðrar. Valið getur verið erfitt. Kennarinn les söguna „Milan þarf
að velja“ fyrir bekkinn og biður nemendur að íhuga eftirfarandi vandamál. Sumar spurningar geta
nemendur rætt tveir og tveir saman áður en þeir svara endanlega. Við aðrar er gott að nemendur
geri athugasemdir áður en þeir viðra hugmyndir sínar við bekkinn.
1. Hvers eðlis er ábyrgð Milans samkvæmt sögunni? Hve margs konar skyldur komið þið auga á
(skyldur gagnvart honum sjálfum, fjölskyldu hans, skólanum, nærsamfélaginu eða heiminum
öllum)?
2. Hvað finnst ykkur að Milan ætti að gera og hvers vegna? Eru allir í bekknum sammála?
3. Hversu erfið haldið þið að ákvörðunin hafi verið fyrir Milan? Hvað gerir hana erfiða?
4. Hver er ábyrgð föður Milans í sögunni? Hverjar eru skyldur hans?
5. Finnst ykkur það rétt af föður Milans að biðja hann að vera heima?
6. Hversu alvarlegt yrði það ef Milan óhlýðnaðist föður sínum? Væri það erfið ákvörðun fyrir
Milan? Rökstyðjið svarið.
Skriflegt verkefni
Skrifaðu með eigin orðum það sem þú heldur að hafi staðið í bréfinu sem Milan skrifaði föður
sínum. Berðu þína útgáfu saman við útgáfur hinna í bekknum. Nemendur segja hinum í bekknum
frá hugmyndum sínum.
Almennar ályktanir
Ef til vill hafa nemendur þegar komist að einhverri almennri niðurstöðu um siðferðilega togstreitu.
Kennarinn bregst við þessum hugmyndum eða biður bekkinn að íhuga í víðara samhengi þá ábyrgð
sem fólk ber gagnvart:
• sjálfu sér;
• fjölskyldu sinni;
• sveitarfélaginu;
• þjóðfélaginu;
• umheiminum öllum.
Nemendur skipta sér aftur í vinnuhópa. Þeir gætu notað töflu og skrifað upp ýmsar ábyrgðarskyldur.
Síðan ræðir bekkurinn hvers vegna fólk greinir á um ábyrgð sína gagnvart öðrum og samfélaginu.
Dæmi nemenda
Nú gefur kennarinn nemendum eftirfarandi upplýsingar. „Í sögunni stangast sumar skyldur Milans
á. Finnið sjálf dæmi um það að skyldur fólks geti stangast á. Takið nokkur dæmi og ræðið hugs-
anlegar lausnir fólks á slíkum árekstrum.“
Ef nemendum veitist þetta erfitt ætti kennarinn að gefa nokkur dæmi, sett í kunnuglegt samhengi.
1...,135,136,137,138,139,140,141,142,143,144 146,147,148,149,150,151,152,153,154,155,...212
Powered by FlippingBook