Lifað í lýðræði - page 153

151
......................................................................................................................................................................................................................................................................................
6. kafli – Ábyrgð
Kennslustundin
Kennarinn skiptir bekknum í fjögurra manna hópa eða svo. Síðan dreifir hann upplýsingunum um
Jelenu Santic (dreifiblað 6.4). Best er að dreifiblaðið sé klippt sundur í staka miða. Kennarinn biður
hvern hóp að skipta miðunum milli sín af handahófi. Hver og einn les upphátt af miðanum sínum
fyrir hina í hópnum. Síðan raðar hópurinn miðunum í þá röð sem virðist vera eðlilegust.
Kennarinn biður nemendurna síðan að ræða eftirfarandi spurningar innan hvers hóps og finna, að
svo miklu leyti sem hægt er, svar við þeim í sameiningu. Hann tekur það fram að menn megi greina
á innan hópsins en betri svör fáist með því að skiptast á skoðunum. Hver nemandi ætti að skrifa
hjá sér sín eigin svör. Kennarinn ræðir síðan helstu atriðin við nemendurna og leiðir umræðuna
með eftirfarandi spurningum.
Spurningar
• Hverjar teljið þið helstu ástæður þess að Jelena Santic fór að taka þátt í Hóp 484?
• Með hvaða orðum mynduð þið lýsa Jelenu Santic, út frá því sem þið vitið um hana?
• Hvers vegna haldið þið að Jelena Santic og Hópur 484 hafi ekki látið stjórnvöldum eftir það
verkefni sem þau vildu vinna að?
• Hvers konar þarfir reynir Hópur 484 að uppfylla?
• Hvers konar þjóðfélag vonuðust Jelena Santic og Hópur 484 til að geta byggt upp?
• Hversu mikilvæg teljið þið að frjáls félagasamtök (eins og Hópur 484) séu fyrir þjóðfélagið?
Hverju haldið þið að þau geti fengið áorkað? Íhugið hlutverk þeirra í tengslum við starf
stjórnvalda og einnig í sambandi við það að sinna þörfum (réttindum) fólks.
• Hugleiðið ykkar eigin þjóðfélag. Hvaða neyð vitið þið um þar sem virkir einstaklingar eða
frjáls félagasamtök gætu komið til bjargar?
Sem dæmi les kennarinn síðan eftirfarandi tilvitnun úr alþjóðlegri skýrslu frá árinu 2003 um frjáls
félagasamtök í Bosníu og Hersegóvínu:
„Frjáls félagasamtök í Bosníu og Hersegóvínu halda áfram sínu góða starfi í þágu lýðræðisupp-
byggingar og til að efla borgaraleg samtök […] Sem stendur eru 7.874 frjáls félagasamtök í Bosníu
og Hersegóvínu sem falla undir gömlu og nýju skráningarlögin. […]
Frjálsu félagasamtökin sýndu að þau væru fær um að stýra stórum opinberum herferðum þar
sem barist var fyrir breytingum í þágu samfélagsins. Þar á meðal eru málefni ungmenna, jafnrétti
kynjanna, umhverfismál, réttindi minnihlutahópa o.s.frv. Fjölmörg frjáls félagasamtök bjóða áfram
aðstoð á sviði heilbrigðisþjónustu og félagslegrar velferðar, við enduruppbyggingu, vernd mann-
réttinda, umhverfisvernd og vernd minnihlutahópa.“
21
Kennarinn ræðir þessa tilvitnun við nemendur. Fyrst ættu þeir að íhuga hvort þau verksvið félaga-
samtakanna sem getið er um í skýrslunni eigi einnig við hér á landi. Síðan biður kennarinn þá að
finna dæmi um verkefni sem gætu fallið undir þessi mismunandi verksvið.
Hópvinna
Sem lokaverkefni í þessum kafla gæti hver hópur tekið fyrir eitt svið og útbúið kynningu á því,
byggða á því sem fram hefur farið í kennslustundinni. Ef aðstaða er til heimildakönnunar gæti
hópurinn kannað ævi virkra þjóðfélagsþegna eða baráttufólks í landinu og notað efnið í kynningu
sinni. Einnig gætu nemendur fjallað um heimsfræga einstaklinga, eins og Móður Theresu og Nelson
Mandela.
21. Heimild: Skýrsla USAID sem ber heitið „2003 NGO Sustainability Index, Europe and Eurasia“ bls. 42 og 43; www.
usaid.gov/locations/europe_eurasia/dem_gov/ngoindex/2003/bosnia.pdf
1...,143,144,145,146,147,148,149,150,151,152 154,155,156,157,158,159,160,161,162,163,...212
Powered by FlippingBook