Lifað í lýðræði - page 156

154
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Dreifiblað 6.3
Allt er að fara úr böndunum!
Skoðið vel eftirfarandi bréf sem birtist í bæjarblaði.
Við erum hópur bæjarbúa sem hefur miklar áhyggjur af ýmsum vandamálum sem virðist mega
rekja til þess að fólk er ekki tilbúið að taka ábyrgð á eigin hegðun.
Margir hundar ganga lausir. Eigendur þeirra vita annaðhvort ekki af þessu eða þeim er alveg
sama. Hundarnir skíta á göturnar og það er ekki bara ógeðslegt heldur getur það líka verið
hættulegt heilsu manna. Dæmi eru um grimma hunda sem fara um í hópum. Þeir ættu að vera
undir ströngu eftirliti, sérstaklega ef börn eru að leika sér í grenndinni.
Okkur finnst einnig allt of mikið rusl úti um allt í miðbænum og öðrum hverfum. Þetta er vegna
þess að fólk nennir ekki að henda því eins og á að gera. Þetta er ljótt og laðar að rottur og get-
ur valdið útbreiðslu sjúkdóma. Ef fólk hendir dósum með málningarleifum og eiturefnum úti á
víðavangi geta efnin komist út í ár og læki og mengað drykkjarvatn.
Hvers vegna er fólk hætt að hugsa um afleiðingar gerða sinna? Og hvers vegna reyna ráðamenn
ekki að taka á þessum vandamálum?
Með kærri kveðju,
1...,146,147,148,149,150,151,152,153,154,155 157,158,159,160,161,162,163,164,165,166,...212
Powered by FlippingBook