Lifað í lýðræði - page 164

162
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
1. kennslustund:
Dagblöðin í kringum okkur
Þeir sem þau upplýsa. Hvernig þau upplýsa. Það sem þau segja.
Markmið
Að nemendur fái að kynnast ýmsum prentmiðlum og geti áttað sig á ólíkri efnisskipan þeirra og
inntaki.
Verkefni nemenda
Nemendur safna saman og greina dagblöð og tímarit sem eru almennt lesin í nærumhverfi þeirra.
Þeir búa til veggspjald til að skrásetja niðurstöður sínar.
Gögn
Dagblöð, skæri, lím, stórar pappírsarkir.
Aðferð
Hópvinna.
Hugtakanám
Hugtakið „prentmiðlar“ vísar til prentaðra upplýsingagjafa – sem stundum er talað um sem
„gömlu miðlana“ – þar á meðal eru dagblöð, tímarit, bækur, vörulistar, auglýsingapésar, kort,
línurit, póstkort, dagatöl og veggspjöld.
Prentmiðlar eru yfirleitt prentaðir á pappír. Prenttækni breytist óðum og stafræn prentun verður
stöðugt algengari.
1...,154,155,156,157,158,159,160,161,162,163 165,166,167,168,169,170,171,172,173,174,...212
Powered by FlippingBook