Lifað í lýðræði - page 165

163
........................................................................................................................................................................................................................................................................................
7. kafli – Miðlar
Kennslustundin
Nokkrum vikum áður en þessi kennslustund hefst biður kennarinn nemendur að safna saman öllum
dagblöðum og tímaritum sem þeir geta náð í og koma með þau í skólann. Gott er að taka frá borð
í skólastofunni til að leggja þau á. Hugsanlega getur einhver nemandinn útvegað gamlan blaða-
og tímaritarekka úr bókabúð, en þannig er best að sýna dagblöðin og tímaritin. Kennarinn þarf að
tryggja að öll helstu dagblöð og tímarit séu þarna með.
Kennarinn byrjar fyrstu kennslustundina á því að upplýsa nemendur um markmið og verkefni
þessa kafla. Hann þarf að taka skýrt fram að þetta er upphaf verkefnis sem getur haldið áfram, og
ætti að gera það, í að minnsta kosti eitt misseri. Nemendum ætti einnig að vera ljóst að verkefnið
gefur þeim tækifæri til að öðlast hagnýta reynslu af blaðamennsku. Reynslan sýnir að verkefni af
þessu tagi eru oft fyrstu skref blaðamanna í faginu.
Nemendur skipta sér í litla hópa, helst þriggja manna, í mesta lagi fjögurra. Hver hópur á að greina
eitthvert dagblað eða tímarit. Eftirfarandi spurningar geta leiðbeint nemendum:
• Hvaða efnisþætti er að finna í dagblaðinu eða tímaritinu?
• Í hvaða röð birtast þeir?
• Hverjir eru markhópar þessara efnisþátta? Hverjir í fjölskyldunni hafa mestan áhuga á til-
teknum efnisþætti?
• Hvað er fjallað um í efnisþáttum tölublaðsins sem hópurinn er að skoða?
• Veljið eina dæmigerða grein úr hverjum efnisþætti. Klippið þessar greinar út og límið á
pappírsörk til að búa til veggspjald.
Á veggspjaldinu ætti að vera nafn dagblaðsins eða tímaritsins, helst með upprunalega hausnum,
og svör við spurningunum hér að framan. Minna þarf nemendur á mikilvægi þess að uppsetning
sé skýr og skipuleg.
Á þessu stigi er mikilvægt að nemendur hafi áttað sig á grundvallarskipan blaðsins sem þeir fjalla
um, þannig að þeir geti kynnt það og lýst því vel fyrir bekknum.
Hóparnir undirbúa kynningar sínar fyrir næstu kennslustund eins og þeir eigi að auglýsa blaðið
sitt eða tímaritið, með áherslu á alla kosti þess og styrkleika. Þegar nemendur hafa hlustað á allar
kynningarnar ætti bekkurinn að velja það blað sem hann telur áhugaverðast og fróðlegast. Til-
gangurinn með þessu er að fá fría áskrift að því blaði í nokkrar vikur en margir útgefendur eru
væntanlega fúsir til að styðja skóla með þeim hætti.
Hér er kennarinn í hlutverki ráðgjafa. Hann aðstoðar hópana við að kanna innri skipan blaðsins
því að þau eru ekki öll jafnauðveld viðfangs að þessu leyti. Kennarinn þarf einnig að fylgjast með
nemendum við hópvinnuna til að tryggja að allir hópar geti útbúið góða kynningu og hafi lokið
vinnu sinni þegar kennslustundinni lýkur. Ef nemendur vanda sig of mikið getur það ruglað tíma-
áætlunina fyrir þetta verkefni.
1...,155,156,157,158,159,160,161,162,163,164 166,167,168,169,170,171,172,173,174,175,...212
Powered by FlippingBook