Lifað í lýðræði - page 167

165
........................................................................................................................................................................................................................................................................................
7. kafli – Miðlar
Kennslustundin
Önnur kennslustund hefst á kynningum. Hóparnir hafa útbúið veggspjöld sín og valið úrklippur úr
dagblaði sínu eða tímariti. Ráðlegt er að gefa hópunum fimm mínútur í upphafi kennslustundar-
innar til að fara yfir kynningarnar.
Nemendur meta kynningarnar út frá skilgreindum viðmiðum. Kennarinn getur kynnt þessi viðmið
og útbúið til þess töflu eins og þessa.
Hópur 1 Hópur 2 Hópur 3 Hópur 4 Hópur 5
Stig
Nafn dag-
blaðs eða
tímarits
Veggspjald
Formlegir
þættir kynn-
ingarinnar
Efni kynn-
ingarinnar
Formlegir
þættir dag-
blaðsins eða
tímaritsins
Efni dag-
blaðsins eða
tímaritsins
Ekki ætti að leggja of mikla áherslu á matið, heldur ætti frekar að líta á það sem hvata fyrir nem-
endur til að vanda kynningarnar.
Eftir kynningarnar ættu nemendur að meta prentmiðlana sem þeir hafa séð (gagnrýnin hugsun),
með aðaláherslu á eftirfarandi spurningar:
• Hvað gerir dagblað/tímarit að „góðu“ dagblaði/tímariti?
• Í hvaða tilgangi er það gefið út?
• Hvað finnst okkur um dagblöðin/tímaritin sem búið er að kynna?
• Hvað er hægt að bæta?
Reynslan hefur sýnt að kennarinn getur stutt umræðuna og haldið utan um hana með því að skrifa
hugmyndir nemenda á flettitöflu sem hefur verið sett upp fyrir kennslustundina. Einnig er hægt að
nota töfluna en það hefur þann ókost að efnið verður þá ekki tiltækt í næstu kennslustund.
Í lok tímans leggur kennarinn til að nemendur búi til „veggfréttablað“ skólans og birti það opin-
berlega. Nemendur eru beðnir að íhuga verkefnið og velta fyrir sér hvaða efnisþætti þurfi að hafa í
blaðinu til að gefa góða sýn á skólalífið og hvaða efnisþætti þeir kysu helst sjálfir að sjá um. Þeir
ættu einnig að velta fyrir sér nafni á blaðið.
1...,157,158,159,160,161,162,163,164,165,166 168,169,170,171,172,173,174,175,176,177,...212
Powered by FlippingBook