Lifað í lýðræði - page 172

170
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Ítarefni fyrir kennara
Þrjú svið sem lúta að miðlalæsi
1. Fyrsta sviðið: miðlarýni
Miðlarýni verður ef til vill best lýst með forngríska sagnorðinu Êñéíåéí (krinein), sem upphaflega
merkti „að greina“ og vísaði til stöðugrar leitar að þekkingu og reynslu og gagnkvæmra vensla þar
á milli.
Miðlarýni er greining á miðlum. Þetta undirsvið vísar til þeirrar hæfni að geta skynjað og skilið
þróun sem á sér stað í samfélaginu, svo sem tilhneiginguna til samþjöppunar í fjölmiðlaheiminum
sem getur ógnað hlutverki fjölmiðla í lýðræðissamfélagi. Í þessu sambandi er mikilvægt að vita
hver á hvaða dagblað og hversu margar tegundir fjölmiðla eru í eigu sama fyrirtækis. En við skul-
um ekki gleyma því að fjölmiðlar eru reknir sem hver önnur fyrirtæki sem verða að skila hagnaði.
Og hvort sem okkur líkar betur eða verr verðum við að reiða okkur æ meira á fjölmiðla eftir því
sem líf okkar verður flóknara og hnattvæddara. Miðlarýni gerir okkur kleift að skoða þróun miðla
og fjölmiðla gagnrýnum augum – gera greinarmun – þannig að miðlalæsið nýtist okkur.
Hæfni til sjálfskoðunar er undirsvið sem merkir að við þurfum að vera fær um að tengja grein-
ingarhæfni okkar og þekkingu við okkur sjálf og beita henni á okkur sjálf og persónulegar athafnir
okkar. Við höfum ríka tilhneigingu til þess að tala um „hina“ og hirða ekki um okkar eigin hlut-
deild, einkum þegar við fjöllum um miðla.
Þriðja undirsviðið er fólgið í hæfninni til að greina og ígrunda, hafa siðferðilega samkennd með
öðrum, og þar stuðlar greinandi hugsun og hæfnin til sjálfskoðunar að samfélagslegri ábyrgð.
2. Annað sviðið: þekking á miðlum
Hér er vísað til „hreinnar“ þekkingar á miðlum og miðlakerfum. Þetta má flokka í tvö undirsvið.
Upplýsingar sem undirsvið taka til grundvallarvitneskju, svo sem um starfshætti blaðamanna, það
hvernig efni er sent út í sjónvarpi og útvarpi, ástæður þess að áhorfandi kýs eitthvert efni frekar en
annað í sjónvarpi og það hvernig hægt er að nota tölvu þannig að hún gagnist notandanum til fulls.
Færni sem undirsvið er hæfnin til að nota nýjan búnað án þess að þurfa að lesa handbækurnar.
Í þessu felst að „læra með því að prófa“ – hvernig á að nota tölvu, komast á netið, nota myndbands-
tökuvél o.s.frv.
3. Þriðja sviðið: notkun miðla
Notkun miðlanna má einnig flokka í tvö undirsvið:
1. Færni í að nota efni miðla, það er taka við og nota það sem þeir hafa framleitt. Að horfa á sjón-
varp er dæmi um þetta. Það er athöfn þar sem við verðum að vinna úr því sem við höfum séð,
og laga það að hugmyndaheimi okkar og myndheimi. Nú á dögum getum við ekki eingöngu eflt
móttökufærni okkar með því að lesa texta heldur einnig með því að horfa á kvikmyndir.
2. Virk notkun miðlunarbúnaðar. Hér er vísað til notkunar hvers kyns samskiptamiðla. Dæmi eru
fjarbankaviðskipti, fjarverslun, mynd- og símafundir, hefðbundin og stafræn ljósmyndun og
myndbandagerð. Ótrúleg fjölbreytni tiltækra miðla gerir okkur kleift að skynja heiminn ekki
eingöngu með því að taka við upplýsingum heldur einnig með því að búa þær til.
Kaflinn um miðla fjallar einmitt um þessa virku notkun þeirra en tengist einnig hinum sviðunum
tveimur í miðlamennt sem getið er um hér að framan.
1...,162,163,164,165,166,167,168,169,170,171 173,174,175,176,177,178,179,180,181,182,...212
Powered by FlippingBook